Skýrt dæmi af mörgum um fáránleika og hræsni mannkynsins.....

já hvers vegna skildi maður ekki ráða því sjálfur hvenær og hvernig maður fer  úr þessu lífi.Fólk sem er orðið mikið veikt,veit að það er dauðvona og ekkert annað framundan en dauðinn fær að missa alla reisn og kveljast og veslast upp heima hjá sér ,á sjúkrahúsum og á öðrum stofnunum vegna tvískynnungs og hræsni.

En á sama tíma er verið að drepa konur,karla,börn og sérstaklega unga karla um allan heim í stríðum og morðum sem framin eru í borgum um allan heim......fullfrískt fólk sem vill lifa er drepið en dauðvona sjúklingur se, á enga von og ekkert eftir og þráir að fara með reisn má verða vesalingur og veslast upp á mörgum mánuðum og jafnvel árum.


mbl.is „Ég mun deyja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hafi menn til þess eigin burði, er sjálfsagt fátt sem þarf að koma í veg fyrir að þeir stytti sér aldur við vonlausar aðstæður veikinda og sársauka. Hins vegar er þetta ekki auðveld ákvörðun, þó hugurinn sé með verknaðinum. Svo eru hinir sem þyrftu aðstoð við að binda enda á ævi sína. Þá kemur til kasta laganna, sem banna líknardráp. Það er eðlilegt að slíkt sé bannað, því að aldrei yrði hægt að koma fullkomlega í veg fyrir misnotkun slíkra heimilda.
Hins vegar held ég að harla fáir geti sett sig í spor þess sem langar að deyja við þessar aðstæður, nema vera sjálfur svipað staddur. Það er í eðli mannsins að vilja hanga á tórunni og vona að eitthvað undur geti gerst.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.9.2013 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband