Áframhaldandi metnaðarleysi íslenskra sjónvarpsstöðva.

AÐ það skuli virkilega ekki finnast neinn einnan veggja sjónvarpsstöðvanna sem hefur hugmyndaflug varðandi íslenska þætti eða dagskrárliði er með ólíkindum.

Hver þátturinn á fætur öðrum er étinn upp eftir bandarískum sjónvarpsstöðvum og skipt yfir í íslenskan raunveruleika og er það ekkert nema lágkúra að horfa á þett.

Matreiðsluþættir,þrekæfingarþættir,megrunarþættir,piparsveinn,söngvaþættir og þannig er hægt að telja áfram. Nýjasta dæmið í sjálfum ömurleikanum er svo íslensk útgáfa af "The biggest looser" sem er svo að byrja á einni sjónvarpstöðinni eftir áramótin.

Allir eiga þessir þættir það sameiginlegt að gera lítið úr fólki, það er að segja keppendum og  það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu margir eru tilbúnir að taka þátt í þessu.                                Skildi sjálfsálit stórs hluta þjóðarinnar ekki vera á háu plani eða hvað er þetta eiginlega. 


mbl.is Keppendur í Biggest Loser afhjúpaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Viðar Jónsson

What nonsense. You haven't even seen the show and assume a great deal. We were given an amazing opportunity to change our lives for the better and hopefully inspire an ever more unhealthy nation do the same.

Maybe try watching it before you make such a sweeping statement.

Þór Viðar Jónsson, 29.11.2013 kl. 21:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

VÁ! Maður fær í bæði hnén þegar fólk tjáir sig á erlendum tungumálum á blogginu, það er svoooo "gáfumannalegt".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.11.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Þór Viðar Jónsson

Happens when you live 30yrs in another country, but thanks the valuable input.

Þór Viðar Jónsson, 29.11.2013 kl. 22:18

4 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Þór Viðar hefur rétt fyrir sér, held það sé algjört lágmark að horfa á einn þátt áður en þú dæmir um hversu ömurlegt og niðurlægjandi þetta er. Að auki er þetta líklega skásta raunveruleikasjónvarpsefnið, markmiðið er að léttast, ef keppendur og vonandi einhverjir áhorfendur sjá fram á það að léttast í leiðinni þá er það bara helvíti gott, bæði fyrir þau og samfélagið í heild sinni.

En tek samt undir það, væri meira til í "original content" í stað þess að fá þessar íslensku útgáfur af erlendum þáttum :)

Gunnsteinn Þórisson, 30.11.2013 kl. 09:14

5 Smámynd: Stjörnupenni

Ég skil ekki alveg hversvegna ekki má gera íslenskar útgáfur af vinsælum erlendum raunveruleikaþáttum án þess að einhverjir vitleysingar hrúgist upp á háa séið. Það hlýtur að vera óþarfi (og ómögulegt) að vera endalaust að finna upp hjólið þegar kemur að dagskrárefni.

Þú gerir þér líka vonandi grein fyrir því að veðurfréttirnar eru bara eftiröpun frá útlöndum.

Stjörnupenni, 30.11.2013 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband