Bananalýðveldi.

Gott dæmi um ástandið hér. Maður hefði satt að segja haldið að svona lagað væri ekki til árið 2014  í ríki sem vill kalla sig réttarríki. Að öll aðkoma að þessu annars fáránlega máli skuli vera á hendi sama manns. Minnir þetta ekki óþægilega á sýslumannsmámlið á Akureyri og dýrustu sekt fyrir umferðalagabrot á Íslandi á sínum tíma?
mbl.is Sá skikkjuklæddi „undir, yfir og allt um kring“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er kominn tími til þess að fólk átta sig á því að á hverjum degi er brotið gegn þrískiptingu ríkisvalds hér landi.

Það gerir réttarfarsnefnd, skipuð dómurum, sem hefur afskipti af löggjöf og er starfsrækt af framkvæmdavaldinu. Þar fléttast allir þrír þættirnir saman.

Sama uppi á teningum í Gálgahraunsmálinu þar sem lögreglan er að stunda dómstörf um sín eigin verk sem framkvæmdavald í stað þess að fá óháðan saksóknara til þess að fjalla um málið.

Og það er merkilegt að þú skulir vísa til frægs fordæmismáls þar sem sýslumaður kvað upp dóm yfir manni sem ef ég man rétt hann hafði sjálfur handtekiðeða eitthvað svoleiðis. Þar fléttuðust þættirnir þrír saman í einum manni.

En svona er þetta bara því miður ennþá Íslandi. Það hefur verið reynt að telja okkur trú um að þessu hafi verið breytt í kringum 1990 með nýjum lögum, en það er bara hentugt yfirskin. Þeir sem skrifuðu lög um starfsemi héraðsdómstóla og sýslumanna eru flestir sjálfir dómarar í hæstarétti í dag, þar sem þeir dæma um þessi lög á hverjum degi og hlutast til um réttindi fólks á grundvelli þeirra. Þannig eru þeir að dæma á grundvelli eigin verka. Sama með sýslumenn, til dæmis er sá á Selfossi líka lögreglustjóri. Ég lenti nú bara sjálfur í fyrirtöku hjá honum í fyrra þar sem þurfti að kalla til lögreglu og kom þá uppundarlegur leikþáttur þar sem sýslumaðurinn bar fulltrúa sinn að kalla á lögregluna og var þá haft samand við yfirlögregluþjón sem kom á staðinn, til þess aðkoma skikk á ástandið, hjá næsta yfirmanni sínum lögreglustjóranum (sýslumanninum). Þetta var eiginlega farsakenndur leikþáttur sem þarna fór fram. Við þetta tilefni kvað sýsli líka upp úrskurð um að bjóða upp húsnæði manns hvernig honum hentaði að túlka lögin (sem er aðeins á færi dómara), og það þrátt fyrir að hann hafi verið nýbúinn að gera mikið mál úr því að hann hefði ekki dómsvald.

Það eina sem skilur á milli þríþættingar ríkisvaldsins hér á landi, eru þunnar, orwellískar hugarsmíðir sem embættismannakerfið hefur skrifað handa sjálfu sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2014 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband