Hverjum datt það í hug?

Hverjum datt það í hug að það yrði frítt í Hvalfjarðargöngin þegar lánin vegna framkvæmdanna á þeim yrðu upp greidd? Þið búið á Íslandi ef þið skilduð hafa gleymt því og þau gjöld og skattar sem sett eru á hér falla ekki niður,þau verða áfram um aldur og ævi og hækka frekar en hitt. Þetta eiga landsmenn að vita . Ég hef ALDREI búist við því eða gert mér vonir um það að það yrði nokkurn tímann frítt í Hvalfjarðargöngin þó svo að ríkið tæki við þeim eins og rætt hefur verið um og alls ekki ef svo yrði........ríkið myndi halda gjaldtökunni áfram til að fá meiri aura í hítina það er ríkissjóð. En það er gott að vera bjartsýnn:)
mbl.is Sýður á fólki út af Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Góður Júlíus !

Samanber söluskatturinn sem byrjaði sem eitt prósent álagning og er í dag svo nefndur virðisaukaskattur , er hann ekki 25% , er bara ekki alveg klár á því og er ánægður með vita það ekki , en hann var lengi vel 24,5% .

Hörður B Hjartarson, 21.2.2014 kl. 13:43

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þegar gönginn voru í byggingu var sagt að eftir að búið væri að borga gönginn upp myndu þau fara til vegagerðarinnar og frítt yrði í gönginn en það er eftir öðru ekkert að marka hvað sagt er.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 21.2.2014 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband