Ömurlegt

Hreint út sagt ömurlegt að vita til þess að íslenska lögreglan muni nú vopnast hríðskotabyssum til notkunar á borgarana.

Þarna féll álitið á landinu um mörg sæti Þó fallið hafi að vísu ekki verið hátt.

 


mbl.is Byssurnar ekki komnar í bílana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver tók þessa ákvörðun? Hver hefur það vald? Þarf þetta ekki að fara fyrir Alþingi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2014 kl. 12:22

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Svona gerist þegar óvitar komast í skotvopn og hafa ekki greind til að takast á við erfiðar aðstæður á vettvangi :

http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%A9rsveit_r%C3%ADkisl%C3%B6greglustj%C3%B3ra

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2014 kl. 13:07

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja, bjartsýnin í mér í dag: kannski er það eina sem gerist að löggan breytist í "þá einu" (only ones), og við fáum margar fréttir af því í framtíðinni, þegar þeir skjóta þumalfingur af sjálfum sér, eða drepa óvart gamla konu í hjólastól á afar skoplegan hátt.

n það er náttúrlega bara bjartsýnin sem talar.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2014 kl. 16:15

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Varla heimsendir, þótt byssurnar flytjist frá læstum hirslum á Lögreglustöð, í læstar hirslur í Lögreglubílum.

Getur stytt aðgerðartíma mikið, ef kemur til þess að þeirra sé þörf.

Birgir Örn Guðjónsson, 21.10.2014 kl. 16:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bara það að keyptur hafi verið "talsverður fjöldi" af vélbyssum til landsins, er bara einfaldlega engan veginn í lagi.

Miklu einfaldari leið hefði verið að taka þær byssur sem fyrir eru og senda þær úr landi, heldur en að flytja fleiri inn. Ef skotvopnum í landinu væri fækkað myndi skotvopnatengdum glæpum fækka. Þeim getur hinsvegar aldrei fækkað með því að fjölga skotvopnum og enn síður þegar það eru hríðskotabyssur.

Svo er óhjákvæmilegt að spyrja: ætla lögreglumenn sjálfir að taka ábyrgð á þessum vopnum og notkun þeirra, og telja þeir sig vera þess umkomna?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2014 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband