Auðvitað eyðileggur reglugerðar farganið fyrir okkur.

Það kemur alltaf betur og betur í ljós að reglugerðar farganið sem hér er og er alltaf verið að bæta við samkvæmt ESB og ES er farið að skemma fyrir þjóðinni. Þetta heftir nýsköpun,kemur í veg fyrir að önnur fyrirtæki komi hingað og hefur þar með mikil áhrif á samkeppnisstöðuna hér á landi neytendum til bölvunar.Þegar reglugerðar farganið er farið að hafa þessi áhrif þá vinnur þa ðekki lengur með neytendum heldur gegn þeim. Það er spurning hvort við ættum ekki að segja okkur úr ESB um leið og umsóknin til ES verður dregin til baka og þá taka Schengen með í leiðinni?


mbl.is Reglur um merkingar stoppuðu Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Semsagt þú vilt ekkert vita hvað þú ert að borða ?

Birgir Örn Guðjónsson, 24.1.2015 kl. 15:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tilgangurinn með reglugerðum sem þessum er að hefta viðskifti.  Evrópa er bara ekki samkeppnishæf við USA.

Hvað við erum að púkka uppá eitthvað sem er ekki samkeppnishæft...

Það er gruggugt.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.1.2015 kl. 15:02

3 Smámynd: Aztec

Ég er handviss um að hér sé um merkingar á erfðabreyttum matvælum að ræða. Stærsti hluti fæðuvara sem framleiddar og seldar eru í USA eru næringarsnauð, bragðvond, eitruð, erfðabreytt matvæli, sem þarf að merkja sérstaklega, svo að evrópskir neytendur geti forðast þau. Hingað til hefur Matvælastofnun á Íslandi dregið lappirnar meða að fylgja þessum reglum eftir en vonandi verður breyting þar á.

Þótt ég hafi andúð á ESB, þá get ég hrósað þeim fyrir þessar merkingarreglur, þar eð fólk á rétt á að vita hvort verið sé að selja erfðabreytt drasl. Vonandi verður ekki slakað á þessum reglum í væntanlegum fríverzlunarsamningum milli ESB og USA.

Þess ber að geta, að það er í gangi stöðug barátta neytendasamtaka gegn erfðabreyttum matvælum í USA og þeim verður smám saman ágengt. Það er aðallega glæpasamtök eins og Monsanto sem stendur fyrir dreifingu á erfðabreyttum uppskerum og þetta risafyrirtæki hefur FDA í vasanum.

Aztec, 24.1.2015 kl. 15:25

4 Smámynd: tryggvi

staldraðu nú aðeins við.

nákvæmlega hvaða nýsköpun hefta kröfur um merkingar á matvörum (geri ráð fyrir að þetta séu næringargildis og innihaldsupplýsingar)?

þú svarar birgi að það sé verið að hefta viðskipti. sannaðu þitt mál

hvaða áhrif hefur þetta á samkeppnisstöðu þegar allir aðrir framfylgja þessum lögum?

þetta hefur ekkert með reglugerðar fargan eða neitt að gera. aðeins það að eitt stórfyrirtæki nennti ekki að uppfylla kröfur þar sem það vildi eiga viðskipta.

tryggvi, 24.1.2015 kl. 15:31

5 Smámynd: tryggvi

sé að aztec grunar að þetta sé varðandi erfðabreytt matvæli. það má vera. því miður er þessi frétt svo illa unnin að það er ekki á hreinu.

leiðrétting.

á að vera ásgrímur svarar birgi en ekki þú

tryggvi, 24.1.2015 kl. 15:34

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég skal segja:

Hefur þú eldrei séð vöru frá USA hér á landi þar sem límt hefur verið yfir upplýsingarnar til þess að hafa *sömu upplýsingar* á öðru formatti?

Í evrópu þarf akki mikið að stressa sig á þessu - vörur þaðan eru ódýrari þar, enda enginn flutingskostnaður á þeim.

Hér á landi var þetta límmiða bras allt bara til þess að reyna að bola Kosti af markaðnum.  Þeir vildu fara mjög nákvæmlega eftir reglunum vegna þess að þeir sáu að Kostur komst upp með að flytja þetta inn með orginal merkingum.

Svo eru USA merkingar betri: þeir segja til dæmis hvort það er í vörunni há-frúktósa kornsýróp eða sykur.  Hér á landi er HFCS bara sykur.  Sem er ekki rétt.  Þú finnur bragðmun, og sumir beinlínis þola það ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.1.2015 kl. 17:25

7 Smámynd: tryggvi

til þess að bola kosti út af? hvaða heimildir eru fyrir því?

hérna er frábært dæmi um galla merkinganna í usa

http://www.smartbalance.com/sites/default/files/Original_Spray_Nutrition.jpg

varðandi usa vs euro merkingar ertu að bera saman íslenska límmiða til að uppfylla skilyrði eða alvöru euro merkingar? því það er ekkert eftirlit á íslandi sem sannreynir upplýsingarnar á íslensku límmiðunum. reyndar er stórgalli í merkingarlöggjöfnni hér því það er líka löglegt að vera með akkúrat engar merkingar.

tryggvi, 24.1.2015 kl. 18:50

8 Smámynd: The Critic

Júlíus! Ertu að halda því fram að ef íslendingar myndu hafa sitt eigið regluverk sem hannað er eftir sérhagsmunum íslenskra pólitíkusa að þá myndi vera auðveldara að starfa á íslandi?
Er ekki alveg nokkurnvegin augljóst að ef það eru samræmdar reglur á einu svæði eins og nú í Evrópu að þá sé mikið auðveldara að halda úti starfsemi. Þessar reglur eru fyrst og fremst gerðar til að framleiðendur og seljendur í Evrópu þurfi ekki að merkja vörur sínar eftir dyntum hvers lands fyrir sig, það myndi t.d. gera vöruverð töluvert hærra og litlir markaðir eins og ísland myndu lenda í því að vörurnar myndu einfaldlega ekki fást þar þar sem það myndi ekki svara kostnaði að prenta umbúðirnar eftir íslenskum reglum. Ef að íslendingar væru með eigin reglur um merkingu matvæla þá myndi ekki nokkurt fyrirtæki nenna eða hafa áhuga á því að koma inn á þann markað!

Í tilfelli Costco þá eru þeirra matvörur í Bretlandi nú þegar merktar eftir ESB reglum sem gerir það að verkum að þær þarf ekki að sérmerkja fyrir ísland eða önnur Evrópulönd. Hugsaðu nú dæmið til enda? Ef að íslendingar myndu fá að ráða þessu sjálfir og væru með sér íslenskar reglur um þessar merkingar sem aðeins væri að finna á íslandi  þá myndi þ.að augljóslega fæla fyrirtæki frá.

The Critic, 24.1.2015 kl. 19:20

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

@Birgir, Eitthvað held ég að þetta tengist því ekkert hvað er sett á miðana heldur hvernig það er gert, hver man ekki eftir ruglinu út af því hvort þetta var merkt per 100gr eða per pakkningu, ESB telur neitendur svo heimska að þeir kunni ekki að lesa og skilja.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.1.2015 kl. 11:14

10 Smámynd: tryggvi

@Halldór

að hafa hugsmuni neytanda að leiðarljósi vilja staðlaðra merkinga er ekki það sama og að halda að neytendur séu heimskir.

eins og sést í linknum hjá mér að ofan að þá er það meiriháttar villandi að gefa einungis upp í skammtastærðum.

tryggvi, 25.1.2015 kl. 13:08

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég er ekki sammála þér Tryggvi, í öllum þeim merkingum sem ég hef lesið (viðurkenni að ég geri það sjaldan þó) þá er það tekið sérstaklega fram við hvað er miðað (per 100gr eða per skammt eða hvað það er), fyrir mér er þetta ekkert meira ruglandi heldur en að gefa upp magn af vökva í lítrum á móti milli eða centi lítrum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.1.2015 kl. 13:45

12 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gaman  að lesa álitin her að ofan auk pistilsins sjálfs, menn greinir á um meiningar og tilgang.. ok gott og vel, mér leikur hinsvegar hugur á að vita hvenær við gengum í ESB.. .eða þarf þess ekki til að geta gengið úr því? Veit að við tökum margt upp frá ESB vegna skilyrða í EES samningnum þeirra í millum, sem er vont. Ef Costco kemur fáum við þá olíu og bensín frá usa eða "verða" þeir að kaupa hana í einhverju ESB landi?

Sverrir Einarsson, 25.1.2015 kl. 18:18

13 Smámynd: tryggvi

finnst þér upplýsingarnar á linknum sem ég setti inn þá fullnægjandi?

við verðum þá bara að vera ósammála hérna en ég skil ekki hvernig hægt er að þykja betra að átta sig á innihaldi þegar miðað er við td 37 gr en 100 gr.

en hvað varðar costco að þá myndi ég nú fá mér lögfræðing með eitthvað vit í kollinum því hver sem er hefði getað sagt þeim þetta strax. einnig skammarlegt hjá mbl að vinna svona frétt úr þessu. 

tryggvi, 26.1.2015 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband