Skilt að afhenda lögum samkvæmt?

Hverslags lög eru það sem heimili eignaupptöku svona eins og ekkert sé?

Það er orðið ansi langt hvað ríkið seilist eftir eigum fólks.

Ef ég á hlut sem er orðin ævaforn samborði þessi næla í fréttinni þá ber mér að skila henni inn samkvæmt þessum lögum...þetta er bara hrein og klár eignaupptaka og þjófnaður.

Mér finnst þá frekar ef ríkið þarf að eiga þetta og gína yfir öllu þá borgi það sanngjarnt verð fyrir hlutinn.

Ekki hefði ég skilað honum þegjandi og hljóðalaust inn svo mikið er víst.


mbl.is Víkinganæla skaut upp kollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hjó einmitt eftir þessu sama. Djöfulsins frekja.

Kannski búið að vera í ættinni í hundruði ára, svo

bara tekið af manni. Uppboð og ríkið kaupir gripinn

af hæstbjóðanda.

Það væri sanngjarnt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.3.2015 kl. 18:55

2 Smámynd: Már Elíson

Mér fannst þetta einmitt eins og hálfgerð fyrirsát og klækjabrögð - og bara hreinn þjófnaður..."Landsmennt hvattir til að koma með..." segja þeir, og síðan tekið og gert upptækt. - Það ætti allavega að vera skýrt áður en fólk kemur með eða tekur hlutinn upp úr töskunni - Svona eins og "VARÚÐ - við höfum heimild til að gera hlut þinn upptækan ef.."

Þetta dregur nú ekki fólk til sýna þessum glæpamönnum fornar eigur sínar sem eru jafnvel keyptar á heiðarlegan hátt t.d. á forsölum hérlendis eða erlendis, það er næsta víst.

Már Elíson, 1.3.2015 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband