Dýrkeypt klósettferð

Já það má segja að þetta sé ein ef ekki sú dýrasta klósett ferð sem farin hefur verið og kostaði 150 mannslíf.

Það er eins gott að klefahurðin geti ekki skollið aftur af einhverjum ástæðum og læst flugstjórann frammi.

Væri ekki skynsamlegast, þægilegast og mesta öryggið fólgið í því að hurðin væri hönnuð þannig að flugstjórinn gæti jú læst henni á eftir sér ef hann þarf að skreppa frá og opnað hana svo með lykli?

Lykillinn væri þá inni í klefanum og flugstjórinn tæki hann með sér ef hann þyrfti að yfirgefa klefann og opnaði svo bara með lyklinum þegar hann snéri til baka.

Það er þá allavega ekki hægt að læsa hann úti.


mbl.is „Opnaðu fjárans dyrnar!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband