Ljót nöfn

Þetta eru ljót nöfn og í raun engin nöfn.

Sjálfur hef ég aldrei verið fylgjandi þessari nefnd og finnst sérstakt að ríkið skuli þurfa að vera með nefið ofan í öllu sem við gerum þar með talið að skipta sér af hvað fólk skírir börnin sín en það er mikið af ljótum nöfnum sem leifð eru og enn meira af ljótum nöfnum sem hafnað er og í raun má segja að sum þessara nafna eru engin nöfn heldur geti flokkast undir ónefni.

Böen sem fá þessi nöfn er í raun vorkun að þurfa að bera þessi ónefni.

Besta lausnin held ég að sé að það sé afnumin þessi skilda að skíra börnin sín og þau geta bara sjálf valið sér nafn þegar þau hafa aldur til.

Annað í þessu er að hægt sé að breyta um nafn síðar á lífsleiðinni kunni einstaklingurinn ekki við sitt nafn sem honum var gefið.

En þessa nefnd á að leggja niður enda á ríkið ekkert að vera að skipta sér af því hvað fólk skírir börnin sín.


mbl.is Mói fær samþykki en Builien hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband