Þar fór hið marg um talaða fæðuöryggi fyrir lítið

Lengi er nú búið ða ræða um og hamra á þessu svo kallaða fæðuöryggi í íslenskum fjölmiðlum....einn hræðslu áróðurinn enn ena þeir eru margir á íslandi.

Ráðherrar,Bændasamtökin,einstaklingar innan Bændasamtakanna,bændur og margir fleiri hafa verið tíðrætt um fæðuöryggi þjóðarinnar um leið og hnýtt er í "eitrið" sem tugir milljóna manna láta ofan í sig hinu megin við hafið og verður ekki meint af en er bráðdrepandi fyrir hina hörðu afkomendur víkinganna sem við kernnum okkur svo oft við sem lifðu við sult og seiru í torfkofum langt fram á síðustu öld, (sennilega orðin svo úrkynjuð af skildleika að við þolum ekki Evrópsku fæðuna).

En hvað gerðist svo?

Jú fæðuöryggið hvarf eins og dögg fyrir sólu einn góðan veðurdag.

Hvað gerðist eiginlega ?

Jú dýralæknar fóru í verkfall og allt varð kjötlaust.

Kallast skortur á matvöru í verslunum og á markaði viðkomandi lands FÆÐUÖRYGGI?


mbl.is Ferskt kjöt á markað í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Það er rangt hjá þér að "allt hafi orðið kjötlaust".  Það var og er nóg til af kjöti í landinu, bara ekki allar tegundir :-)

Högni Elfar Gylfason, 23.5.2015 kl. 23:40

2 identicon

Ósköp er nú hallærislegt, þegar fólk fer á taugum ef það fær ekki ófrosið kjöt í verzlunum.

Kjöt sem hefur frosið, er almennt bragðbetra en ófrosið og flestir vita að kjöt þiðnar í frostlausu umhverfi.

Að telja fæðuöryggi ógnað af þessum sökum ber ekki vott um mikla þekkingu á þessum málaflokki.

Sennilega er höfundur pistilsins bara að grínast.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband