Eru þeir ábyrgðarmenn fyrir gjörðum sínum.

Ætla VG að bera ábyrgð á þeim skaða sem þessi gjörningur þeirra hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið ef af honum yrði?

Það held ég ekki,ekki frekar en öðru sem þeir hafa gert og ekki er hægt að sjá á þessari samþykkt að þeir hafi skilið eða lært nokkuð eftir fáránlegu uppákomuna í Borgarstjórn fyrr í haust um sama málefni.

VG er líkari öfgasamtökum en stjórnmálaafli og það sést best á samþykktum Landsfundar þeirra bæði fyrr og nú og yfirleitt eru mestu öfgarnir í mótmælndum úr þeirra röðum en annarra.


mbl.is Svívirðileg lygi að tala um þjóðarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Vinstri glærir eru eins og öfgasamtök, rétt er það. Og sjallarnir eins og mafía og frammarar rasistar, þjófar og lygarar upp til hópa. Það er geðslegur söfnuður í pólitíkinni hér á landi eða hitt þó heldur.

corvus corax, 26.10.2015 kl. 00:09

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vissulega verða alltaf einhverjir innalands fyrir skaða af viðskiptabanni. En það er bara partur af því að hafa mórölsk prisipp og berjast fyrir því að alþjóðalög séu virt.

Sú afstaða að vilja ekki gera neitt til að stöðva grimma og svívirðklega kúgun Ísrala gagnvart Palestínumönnum sem meðal annars hafa birst reglulega í bæði landráni og fjölamorðum á óbrettum borgurum er álíka og sú afstaða að skipta sér ekki af heimilisofbeldi nágranna sinna af því að það getur orðið óþægilegt fyrir mann sjálfan.

Sigurður M Grétarsson, 26.10.2015 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband