Stendur UNICEF fyrir að setja rusl á strendur landsins?

Er ekki sérstakt að samtök eins og UNICEF standi fyrir atburði sem veldur mengun við strendur landsins og hvetji til slíks?

Verða þessir bangsar látnir liggja þarna áfram þar til þeir eyðast eða þeim skolar á haf út?

Hefur verið athugað hvaða efni eru í þessum böngsum eins og t.d. plast og önnur gerviefni sem eru óæskilega fyrri náttúruna?

Myndin af litla drengnum Aylan Kurdi var hroðaleg og snerti okkur öll en það hafa bara svo mörg hundruð og eða þúsundir barna fallið vegna þessa stríðsbrölts í því miður vel gefnum fullorðnum mönnum þar sem allt snýst um völd,peninga,græðgi,siðleysi og siðblindu og þessi gjörningur hvorki stoppar þetta brjálæði af né færi okkur börnin og alla saklausu borgarana sem hafa látið lífið í þessari geðveiki aftur.

Það hlýtur að vera hægt að standa að minningum um þetta fólk á annan hátt en svona.


mbl.is 400 bangsar við ströndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður,

Allir bangsarnir voru týndir upp strax að viðburði loknum - öll 400 stykkin. Við fengum vaskan hóp af fólki meðokkur til að hreinsa til og enginn bangsi varð eftir. Af þessu hlaust því engin náttúrumengun. Suma bangsana fengum við lánaða og skilum þeim því aftur, aðra fengum við gefna og gefum þá núna áfram.

Baráttukveðjur, UNICEF á Íslandi.

Unicef Ísland, 16.3.2016 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband