Löglegt rán um bjartan dag

Hún tók 12 milljónir í lán fyrir 8 árum síðan eða 2008. Hún hefur borgað af þessu láni sem sagt5 í 8 heil ár og hvbða hefur hún eignast?

EKKERT akkurat EKKERT því hún skuldar 15,4 milljónir af þessum 12 milljónum sem hún tók fyrir 8 árum síðan.

Síðan vill Íbúðarlánasjóður fá 1,4 milljónir króna í viðbót fyrir umsýsluþóknun vegna uppgreiðslu á láninu...............það er ekki nóg að ræna almenning daglega árum saman og jafnvel hirða af þeim eignirnar á uppboðum ef þeir geta ekki staðið undir afborgunum þessu ráni héldur skal bætt í og stolið 1,4 milljónum í uppgreiðslugjald.

Fyrir hverja er þessi sjóður? Í það minnsta er hann ekki fyrir almenning í landinu og þetta eitt er meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að alþingismenn og alþingi nýtur ekki álits,trausts eða virðingar hjá stærstum hluta þjóðarinnar. Það sitja þarna 63 hræður og kalla inn varamenn lon og don og allir á blussandi launum og alskonar bitlingum og aukagreiðslum en þa ðer t.d. enginn sem tekur á þessu máli.

Ef einstaklingur rænir banka þá er kölluð til þungvopnuð sérsveit ríkislögreglunnar og mikil leit hefs ef viðkomandi kemst undan en ef banki eða sjóður rænir einstakling þá er það allt í lagi og bara löglegt.

Við búum í hreint alveg ömurlega spilltu og ljótu samfélagi hér árið 2016.


mbl.is Þarf að greiða 10% uppgreiðslugjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki var það skárra uppúr 1990 þegar þáverandi félagsmálaráðherra kom á húsbréfakerfinu. Þá var það að vísu Landsbankinn sem hirti 10 prósentin.
Hrein eignaupptaka bæði þá og nú.

Kolbrún Hilmars, 20.3.2016 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband