Í boði og nafni guðs föðurs,sonar og heilags anda?

Það væri fróðlegt að heyra núna í þeim sem hafa haft hæst þegar fjallað hefur verið um barnaníð hér á landi undanfarin misseri.....hvað segir þetta fólk núna?

Ég skora á ykkur að lesa vandega meðfylgjandi grein.

Það er með ólíkindum hvað þetta hefur verið liðið lengi og þessir menn komist upp með þetta níð á börnum og allt í boði kirkjunnar og ég er viss um að þetta er víða enn í gangi.

Yfirmenn það er biskupar,kardinálar og sjálfur Páfinn þegja þunnu hljóði og myrkraverkin halda áfram áratugum saman og gerir sjálfsagt enn.

Hefði þetta verið félag eða klúbbur væri fyrir lpðngu búið að loka þessu og banna með lögum.

Ef fólk skoðar sögun til baka þá sýnir það okkur að trúin og kirkjan þar með taldar moskur,musteri eða hvað mismunandi trúarbrögð kalla þessi hús sín hefur ekki skilað neinu nema illsku,græðgi,spillingu,misnotkun,leiðindum og vandræðum.

Fólk var neytt til að taka kristna trú hér fyrir rúml.1000 árum síðan og bæði fangelsað og drepið ef það ekki hlýddi,fólk er að drepa hvort annað í nafni trúarinnar um allan heim og menn eru að loka heilu fjölskyldurnar inni á búgörðum,eignast börn með öllum konunum og halda þessu fólki eins og þrælum og allt í boði og nafni trúarinnar.

Fólk berst innbirðis eins og t.d. í Afríku þar sem kristniboðið undanfarna áratugi hefur skilað af sér kaþólikkum,kritnum og múhameðstrúuðum og svo berjast þessir hópar og murka lífið úr hvor öðrum............maður hefði nú haldið að flest fólk væri það vel eða allavega sæmilega upplýst árið 2016 með alla þessa tækni,rannsóknir og annað sem við höfum aðgang að að það væri hætt þessu trúarrugli en svo er því miður ekki.

Þetta trúarrugl skilar engu af sér nema illsku,leiðindum,völdum,peningum,misnotkun og græðgi og ætti að leggja niður og banna með öllu um allan heim og það strax í dag.

Við hefðum þá aðeins meiri von um að búa í betri heimi.

Ég skora á fólk að lesa meðfylgjandi grein.


mbl.is Níðingsverk í skjóli kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll.

WEins og komið hefur fram í fjölmiðlum um margra ára skeið þá er barnaníð í boði leikskola, l0ggæslunnar, kennara og fleiri svo notuð sé líking þín. 

Það er visst hlutfall barnaníðinga alveg sama hvaða stétt þú skoðar. Líkur hafa þó verið leiddar að því að þeir séu ívið fleiri í störfum þar sem auðvelt aðgengi er að börnum. Vissulega þarf að koma þessum níðingum undir læknishendur og nýta refsiramma kaganna á þá þar sem við á.

Það er ekki kaþólska kirkjan, lögreglustjórinn á h0fuðborgarsvæðinu eða leikskólaráð Reykjavíkur sem er að bjóða upp á þetta. Það eru níðingar sem vinna á þessum st0ðum sem fremja ódæðisverkin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.3.2016 kl. 15:35

2 Smámynd: Reputo

Kirkjan er sú eina sem hylmir yfir og færir bara nýðinga til í starfi þegar upp um þá kemst, og jafnvel í Vatikanið sjálft þar sem ekki er hægt að sækja þá til saka. Þannig að það er kolrangt hjá þér að kirkjan sem slík sé ekki viðriðin þetta. Einnig er mun hærra hlutfall kaþólskra presta nýðingar en gengur og gerist í öðrum starfstéttum. Sem dæmi hafa um 17% allra kaþólskra presta í Boston hafa verið staðnir að barnanýði. Ég þori að fullyrða að það hlutfall fynnst ekki í nokkurri annari starfsstétt. Magnað hvað þér tekst alltaf að finna vonda málstaði til að verja Scribendi.

Reputo, 24.3.2016 kl. 21:58

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reputo, samur við þig. Þarft ávallt að hafa rangt fyrir þér að mestu þþegar kristni og kirkja á í hlut.

Það er alþekkt að starfsstéttir sem veita níðingum auðveldan aðgang að fórnarlömbum er með áþekkt hlutfall níðinga innan raða sinna. Það hefur ekkert með nafn stofnana, ríkislögreglustjórinn, leikskólar Reykjavíkur eða kaþólska kirkjan að gera eða sambærilegar/áþekkar um allan heim. Það eru ekki stofnanirnar sjálfar sem fremja voðaverkin, heldur sjúkir einstaklingar sem vinna þar.

Þá er það þekkt meðal ýmissa stofnana, fyrirtækja og annars um áratugina að reyna að hylma yfir með starfsfólkinu sínu því miður þó það é sem betur fer ekki algilt. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.3.2016 kl. 22:48

4 Smámynd: Reputo

Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Það er ENGIN önnur stofnun þar sem 17% starfsmanna eru barnanýðingar (ef tölurnar frá Boston eiga við allan hópinn), og ENGIN önnur stofnun færir menn ítrekað á milli embætta og jafnvel milli landa til að hylma yfir.

Reputo, 24.3.2016 kl. 23:16

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reputo, óakademískur ertu með öllu í nálgun þinni og óskhyggjustaðhæfingu.

Það er ekki á nokkurn hátt hægt að fullyrða svona, en ykkur kristnihöturum er vorkunn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2016 kl. 00:08

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Fólk var neytt til að taka kristna trú hér fyrir rúml.1000 árum síðan og bæði fangelsað og drepið ef það ekki hlýddi ..."

Jæja, Júlíus, þú segir nokkuð, en viltu gera þá ekki gera lesendum þann greiða að benda á þó ekki væri nema EITT eða TVÖ dæmi um slíka fangelsun eða dráp á því fólki sem "ekki hlýddi"?

Jón Valur Jensson, 26.3.2016 kl. 01:59

7 Smámynd: Reputo

Scribendi/Jón Valur, það er ágætt fyrir lesendur að siðferðiskompás þinn opinberist eins og raun ber vitni. Þú ætlar semsagt að láta prestana og stofnunina njóta vafans (sem enginn er) umfram fórnarlömbin. Þetta er akkúrat ástæðan afhverju kristið siðferði er slæmt og á að henda á haugana.

Reputo, 27.3.2016 kl. 22:11

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkt rugludalls-svar! Ég spurði þig skýrrar spurningar um konkret fullyrðingu þína, en þó að þú hafir ekkert dæmi til að sanna fullyrðingu þína um það, sem hafi átt sér stað við kristnitökuna, þá veigrarðu þér samt ekki við því að svara bara út í hött í staðinn!

Og hvað áttu við með orðinu "scribendi" á þessum stað? Ég held þú kunnir lítt að bregða fyrir þig latínu.

Jón Valur Jensson, 28.3.2016 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband