Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Lærið eitthvað og lógið honum.

Ef menn hafa lært eitthvað af farganinu og veseninu sem fylgdi björgun Keiko á sínum tíma þá kemur þessi hvalur ekki hingað til lands. Við höfum ekkert með hann hingað að gera,stórhættulegt drápsdýr sem og hann hefur ekkert hingað að gera. Hann hefur yfir höfuð ekkert út í náttúruna að gera á nýjan leik því hann mun drepast þar eins og Keiko forðum. Þetta dýr var veitt hér við land 2ja ára gamalt og er 32ja ára gamalt í dag,hann hefur verið í haldi sem sirkusdýr í 30 ár og hefur alla tíð verið mataður eða fært fæðið og kann því ekki að veiða sér til matar né bjarga sér í villtum sjónum. Aðrir háhyrningar munu svo mjög líklega drepa hann. Væri þetta hundur eða annað dýr sem hefði drepið  þrjár manneskjur hefði því verið lógað,hundum sem drepa kindur er lógað hvað þá menn ef svo bæri undir. Og ekki höfum við fyrir því að bjarga ísbjörnum sem hingað til lands villast,yfirvöld segja að þetta séu stórhættuleg rándýr semn drepi menn ef því er að skipta og séu þau svöng og tökum enga sénsa í þeim málum,ísbirnir sem hingað koma til lands fá ekki einu sinni séns. Afhverju þessi hvalur? Reynum einu sinni að læra af reynslunni og höfnum því að taka við þessum hval eða að honum verði sleppt hér við land. Þessi samtök í Bandaríkjunum geta lógað hvalnum og gefið milljónirnar sem annars færu í vonlausa björgun til götufólks í Bandaríkjunum,nóg er af því þar.


mbl.is Koma Tilikums til Íslands óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa Íslenskir lesendur endilega að vita þetta?

Var þörf á því að birta viðtal við þann sem hafði umsjón meðp aftöku Saddams Husseins á sínum tíma og það í smá atriðum? Þurfum við erndilega að vita það hvort hann  iðraðist eða eki,hvað hann sagði og hvernig hann koma fra meða var? Skildi okkur líða betur fyrir það að hafa þá vitneskju? Og að glæpahundurinn Georg Bush Bandaríkjaforseti skildi llifta upp fingri sem samþykki við aftökunni þurftum við endilega að vita af því líka? Hverslags fréttaflutrningur er þetta eiginlega orðin? Er ekki nóg um slys,morð.árasír,stríð,sjúkdóma og sveltandi fólki í fréttunum...þurfum við líka á þessu að halda?
mbl.is Minnist hinstu stunda Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbeittur brotavilji.......

Rafstuðbyssa dugði ekki til og þurfti að fá alls 15 lögreglumenn til að handtaka manninn og láta hann hætta þessu fikti það er sjálfsfróuninni. Barðist hann samkvæmt fréttinni með annarri hendinni ( hin höndin hlýtur að hafa verið upptekin er það ekki? ) við allar þessar lögreglur og rafstuðbyssuna og gaf sig ekki fyrr en í fullan hnefann ( hinn var fullur fyrir) Kallast þetta ekki á fagmáli einbeittur brotavilji eða hvað?
mbl.is Fróaði sér í vímu og barðist við 15 löggur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það ekki fleira en þetta?

Jæja þá er maður búinn að sjá loksins Þetta marg um rædda "fræga" fólk á íslandi en ekki veit ég svo sem fyrir hvað þetta fólk er "frægara" en aðrir sem hér búa en var eða er það virkilega ekki fleira en þetta?

Held við verðum að fara að gera betur en þetta.


mbl.is Brúðkaup Jóns Óttars og Margrétar Hrafnsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott dæmi um þingmenn sem vita ekkert.

Þessi frétt er enn eitt gott dæmið um þingmenn sem hlaupa fram úr sér,þingmenn sem eru að fjalla um mál og reyna að fá eitthvað bannað sem þeir hafa ekki nokkurt vit á og hafa ekki haft vit á því að kynna sér það og geri sig svo að fífli á heimsvísu.
mbl.is Hvers vegna myndi kona fara í fóstureyðingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo þakklátir......

Það lætur ekki hæða að sér sumt fólk og í raun svífst einskis. Búið að bjarga því frá vandræðum af björgunarsveitum af fjallvegi og koma því í öruggt skjól yfir nóttina og það stingur af frá reikningnum daginn eftir. Já það er hægt að vera lélegur.
mbl.is Stungu af án þess að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nota þau og kaupi alltaf.

Ætla bara rétt að vona að það verði ekki hætt að framleiða þessa dagatala kubba. Hefur alltaf verið á mínu heimili frá því ég man eftir mér og vil að svo verði áfram. Þægilegt að fylgjast með dögunum þegar rifið er af einn og einn dagur í  einu og svo blasir þetta alltaf við fólki í eldhúsinu. Það skiptir engu máli að dagar og klukka sé á eða í símunum sem allir eru með,það er bara ekki eins og maður þarf ekki alltaf að vera að taka upp símann þegar maður er heima til að sjá hvaða dagur er í dag eða hvað klukkan er þegar það blasir við manni uppá vegg. Þetta nýja er ekkert endilega betra en það gamla.
mbl.is Halda í hefðina með dagatali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju,enn og aftur tókst ykkur það EKKI.

Árið 2013 er að enda eftir hálfan mánuð og við tekur árið 2014 og verkalýðshreifingin var að undirrita nýja kjarasamninga í dag.....lægstu laun hækka um 8000 kr og svo um 2,8% sem gerir 1750 kr í viðbót. Samtals hækka lækstu laun um 9.750 kr við þess nýju samininga.

Krafan var og hefur verið í mörg ár að lægstu laun hækki í 250 þúsund krónur á mánuði sem er vel undir viðmiðunarmörkum samkvæmt skýrlsu sem gerð var ( en hún var svo þögguð niður því hún mátti ekki sjást í velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms) en samkvæmt þeirri skýrslu eru ansi margir undir fátækramörkum hér á landi enda þurfa lægstu laun að vera vel yfir 300 þúsundum fyrir skatta svo hægt sé að lifa sæmilegu lífi hér á landi. En Verkalýðshreifingunni og SA finnst þetta full boðlegt fyrir þjóðina eða þá sem hafa lægstu launin og ætla flestir að undirrita þessa samninga svona korteri fyrir jól árið 2013 enda forkólfar þessara samtaka með um og yfir milljón á mánuði og ýmis fríðindi.

Takk fyrir EKKERT með von um að þið eigið Gleðileg jól.


mbl.is Stefnt að undirritun í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi fólki er best að lifa.

Það hefur þá séð að sér eitthvað af þessu fólki sem situr á þingi en þarf að gera mun betur. Ég held að Íslendingar megi nú bara yfir höfuð vera þakklátir ef einhverjir frá öðrum löndum skuli almennt vilja og hafa áhuga á að setjast hér að í þessu harðbýla og kalda landi.
mbl.is Samþykkt að veita ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV hefur efni á þessu.

Svo RUV hefur efni á þessu að borga fyrrverandi fostjóra laun í heilt ár og ráða nýjan á ekki lægri launum. Fyrrverandi er með rúmar 14 milljónir í árslaun og ef sá nýji fær svipað þá gera þetta rúml 29 milljónir á næsta ári fyrir þá báða. Ekki nema von að fólk sé hissa á þessum gjörningi þegar í sömu andrá er verið að skera niður um tugi milljóna og um 30 manns sagt upp störfum í kjölfarið á þeim gjörningi. Það er gömul saga og ný við þetta blessaða þjóðfélag hér.....það ber og axlar enginn ábyrgð á neinu hérna nema almenningur.
mbl.is Páll með 12 mánaða uppsagnarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband