Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Já "normið"

Hver man ekki eftir laginu hér í den..."litlir kassar og allir eins" ? Mér dettur þetta lag nerfnilega oft í hug þegar ég les og horfi á fréttir og atburði í okkar samfélagi eða samfélagi mannsins almennt. Við höfum í áratugi eða jafnvel í árhundruði reynt að búa til "normið" hjá okkur sjálfum en ekki tekist en mannskepnan er þrjósk og gefst ekki svo glatt upp því það sýnir sig bara á því að við erum enn að reyna við að búa til "normið" árið 2014 og sennilega höldum við því áfram eitthvað frameftir. Okkur mun aldrei takast það en við munum ekki gefast upp og halda áfram að reyna. Allir eiga að vera eins,enginn má vera "öðruvísi" eða "hinseginn" og helst eiga allir að vera kynlausir.Ekki skemmtileg framtíðarsýn þetta.
mbl.is Naglalakkaðir gegn staðalímyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ekki var það körlum að kenna þá.

Óska þessari ungu konu til lukku með það sem hún er að gera en ágætt líka að lesa skýringuna á því afhverju hún byrjaði ekki fyrr og af hverju hún sótti ekki um starf þarna árið 2007. Það er greoinlegt að hennar eigin sögn að EKKI var það körlum um að kenna heldur þorði hún ekki að sækja um þvú hún hélt að hinir sem fyrir voru kunnu verkið eða hlutina mikið betur en hún. Er þetta ekki bara ein af aðalskýringum á því afhverju konur eru ekki í fleiri stjórnunarstörfum og af hverju konur sækja ekki um störf almennt sem teljast "karllæg" störf eða eru í "karlaveldisfyrirtækjum"? En ekki vegna þessa ða þeim sé frekar hafnað í stað karla og að karlar séu hæfari eða teknir fram yfir þær?
mbl.is Þorði ekki að sækja um hjá CCP
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verstu skipulagsmistök.....

Ég spyr nú bara á móti....hvað með Hofsvallagötuna og vitleysuna í kringum hana?

Hvað með Ingólfstorg eða Lækjartorg?

Hvað með umhverfið í kringum Hörpuna?


mbl.is Verstu skipulagsmistök í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrt dæmi um hræsnina og tvískinnungsháttinn.

Þessi grein er skýrt dæmi um hræsnina og tvískinnungsháttin í ráðamönnum vestanhafs,falsið,ómerkilegheitin og hefnigirnina. Og tala enn um það á hverju ári að rúml.3600 manns hafi látist í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana 2001 en ræða það ekki hveru mörgum sinnum 3600 manns þeir drepa og hafa drepið í öðrum löndum sjálfir og  drepa svo líka hverjir aðra margfalt það á hverju ári með eigin skotvopnum og öðrum vopnum,hafa tekið af lífi 1369 manns heimafyrir síðan árið 1976 og þannig mæltti áfram telja. Segja svo opinberlega að ekkert sé heilagra en lífið sjálft og manneskjan, Er til meiri ómerkilegtheit og hræsni? Ég held varla.
mbl.is „Ég brenn allur að innan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um 200 manns komu saman.

Um 200 manns komu saman við Hörpuna í dag til að sýna Sýrlendingum stuðning í tilefni þess að 3 ár eru liðin síðan borgarstyrjöldin hófst þar í landi með skelfilegum afleiðingum sem flestum er kunnugt um en án þess að vilja vera leiðinlegur þá  ósjálfrátt spyr maður sig að því hvað þessi samstaða 200 manns gerir fyrir þær 2,5 milljónir sem eru komnar á vergang og hafast við í flóttamannabúðum víða um lönd og hvað gera svona fundir víða um heim fyrir þær 100 þúsund manneskjur sem hafa látið lífið síðan þessi styrjöld byrjaði? Mit svar er að þetta gerir ekki neitt nema þá helst að þeim líður eitthvða betur sem mæta á svona fundi. Ekki hafa sameinuðu þjóðirnar gert neitt eða getað gert neitt að því er virðist nema jú halda hvert matarboðið og fundinn á fætur öðrum sem ekki hefur skilað neinu hingað til og á meðan er haldið áfram að murka lífið úr saklausum borgurum. Sýrlendingar þurfa aðstoð en ekki fleiri matar og fundarboð.......það hjálpar þeim ekki neitt.
mbl.is Sýna íbúum Sýrlands stuðning í verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um......

Rússar beyttu neytunarvaldi og komu í veg fyrir að kosningarnar sem boðaðar hafa verið á morgun á Krímskaga  væru ólöglegar . Kosningar þar sem þeir sjálfir hafa mikilla hagsmuna að gæta og vilja innlima skagann inní Rússland.

AÐ Rússar skuli geta beytt neytunarvaldi í máli sem þessu þar sem þeir sjálfir koma svo sterktvið  sögu sýnir manni bara enn og aftur hverslag grín og bull þetta er allt orðið og að Sameinuðu þjóðirnar eru bara kjafta og matarklúbbur fyrir þá sem aðhyllast einhvern flottræfilshátt.


mbl.is Rússar beittu neitunarvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara loka þessu.

Ósamstaðan vegna þessarar gjaldtöku er ekki að gera þetta auðveldara og skemmtilegra fyrir Íslendinga og í raun úr því landeigendur bakka ekki með þetta þá á bara að loka þessu svæði ef það ekki lengur þolir það að fólk komi þarna til að skoða. Það er hvort eð er verið að skemma ferðaþjónustuna með þessu sem alltaf er verið að tala um að sér að eflast svo mikið og að þessi þjónusta sé að verða ein mesta tekjulind þjóðarinna. Þá er stokkið af stað með dollara merki í augunum ognú skal maður verða ríkur en um leið skemma margra ára uppbyggingu.

Ég verð nú að segja það að sl.sumar fór ég með útlendinga þarna um og eins aftur nú í vetur og það er akkurat ekkert að sjá þarna ,malarstíga,ljóta kaðla hingað og þangað,bleyta um allt og svo hverirnir sem eru mislitar og djúpar skálar með misheitu vatni í og alveg hreifingar lausir fyrir utan smá pus í Strokki...............borga 600 kr fyrir að horfa á þetta?  Nei takk!


mbl.is Heimilt að loka Geysissvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri betra ef við værum enn í torfkofunum?

Og hvað með það þó hér gæti Amerískra áhrifa? Gætir ekki áhrifa hér frá hinum ýmsu löndum í Evrópu líka? Og er það ekki bara ágætt að hafa smá blöndu í þessu öllu svona sitt lítið af hverju frá hinum og þessum? Það er þá kannski minni hætta á að þetta væri einsleitt og leiðinlegt. Ekki hafa Íslendingar sjálfur svo mikið uppá á bjóða má segja enda var stór hluti af þjóðinni langt undir fátækramörkum og bjó í torfkofum fram á síðust öld en oft er það nú hlægilegt að lesa um þessa erlendu grýluhræðslu sem virðist hrjá margan landann svo ekki sé minnst á Ameríkugrýluna sem lengi var hér og jafnaðist á við Rússagrýluna hjá Könunum sjálfum.Það væri fróðlegt að sjá lista með nöfnum þessara 60 vitleysingja sem skrifuðu nöfn sín á hann á sínum tíma gegn kanasjónvarpinu.
mbl.is Arnarnesið og fleira til amerískt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að byggja upp og rífa niður.

Það tekur langan tíma að byggja upp eins og t.d. ferðaþjónustuna og annað er lítur að ferðamönnum en það er enga stund að rífa margra ára vinnu niður svo hún verði aldrei söm á ný og það er það sem er verið að gera hér á landi núna.....allt í einu er ekki hægt að gera neitt og ekki lengur hægt að skoða neitt í íslenskri náttúru nema borga fyrir það. Landeigendur og fleiri aðilar sem koma við sögu fengu skyndilega allir dollaramerki í augun og nú skal láta ferðamanninn borga og verða ríkur.Afsökunin er sú að mikill átroðningur sé orðin á sum svæðin og það þurfi að laga til,efla þjónustuna þar og hafa starfsmenn. Hitt er svo annað mál að ég held að menn hafi sé gróða von þarna. Ísland er dýrt land og útlendingar kvarta yfir því. Íslenska ríkið bara terkur en gefur ekkert til baka eins glögg dæmi sýna í gegnum tíðina. VSk er með því jæsta í heimi hér á landi,allagning á matvæli.áfengi og fl.er með því hæsta sem þekkist og svo mætti lengi telja og nú bætist þetta við. Tökum bara dæmi um ferðamann sem vill skoða þessa helstu staði sem flestir fara á og það kostar 600 kr inná þá alla að meðaltali.Gullfoss,Geysir,Þingvellir,Kerið,Seljalandsfoss,Þórsmörk,Skógar,Skógafoss. Þetta eru 8 staðir og mun kosta ferðamanninn 4.800 kr að skoða þessa náttúrustaði ofan á allt annað sem hann þarf ða borga hér á landi. Með þessu erum við að rífa niðu margra ára uppbyggingu á stuttum tíma. Vitiði til.
mbl.is Lögbannsmáli skotið til dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækjartorg má við upplyftingu.

Það er alveg hægt að vera sammála því að Lækjartorg og fl.staðir þarna niðri í miðbæ megi við upplyftingu enda gráir,kaldi og ljótir að sjá en það skiptir held ég engu máli hvað verður gert þarna þetta verður aldrei neinn staður sem fólk sækir á eða í. Það er svo opið þarna fyrir norðan og norðaustan áttum og sífelldur kulda næðingur þarna milli Seðlabankans og Hörpunnar enda sjaldan log á Lækjartorgi,í Pósthússtræti eða Austurtræti.
mbl.is „Lækjartorg má við upplyftingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband