Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Ljót nöfn

Þetta eru ljót nöfn og í raun engin nöfn.

Sjálfur hef ég aldrei verið fylgjandi þessari nefnd og finnst sérstakt að ríkið skuli þurfa að vera með nefið ofan í öllu sem við gerum þar með talið að skipta sér af hvað fólk skírir börnin sín en það er mikið af ljótum nöfnum sem leifð eru og enn meira af ljótum nöfnum sem hafnað er og í raun má segja að sum þessara nafna eru engin nöfn heldur geti flokkast undir ónefni.

Böen sem fá þessi nöfn er í raun vorkun að þurfa að bera þessi ónefni.

Besta lausnin held ég að sé að það sé afnumin þessi skilda að skíra börnin sín og þau geta bara sjálf valið sér nafn þegar þau hafa aldur til.

Annað í þessu er að hægt sé að breyta um nafn síðar á lífsleiðinni kunni einstaklingurinn ekki við sitt nafn sem honum var gefið.

En þessa nefnd á að leggja niður enda á ríkið ekkert að vera að skipta sér af því hvað fólk skírir börnin sín.


mbl.is Mói fær samþykki en Builien hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeypt klósettferð

Já það má segja að þetta sé ein ef ekki sú dýrasta klósett ferð sem farin hefur verið og kostaði 150 mannslíf.

Það er eins gott að klefahurðin geti ekki skollið aftur af einhverjum ástæðum og læst flugstjórann frammi.

Væri ekki skynsamlegast, þægilegast og mesta öryggið fólgið í því að hurðin væri hönnuð þannig að flugstjórinn gæti jú læst henni á eftir sér ef hann þarf að skreppa frá og opnað hana svo með lykli?

Lykillinn væri þá inni í klefanum og flugstjórinn tæki hann með sér ef hann þyrfti að yfirgefa klefann og opnaði svo bara með lyklinum þegar hann snéri til baka.

Það er þá allavega ekki hægt að læsa hann úti.


mbl.is „Opnaðu fjárans dyrnar!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski aðferð borgarinnar?

Þetta er kannski bara nýjasta aðferð Dags B. og Hjálmars til að fækka einkabílunum í borginni og kannski er þetta bara ein herferðin hjá þeim í einkabíla fasista herferðinni til að menn veigri sér við að aka á bílum í borginni?

Ef menn aka ofan í holur á illa viðhöldnu malbikinu og missa bælði dekk og felgur og sitja svo uppi með tjónið sjálfir ja...það hlýtur ða hafa fælingamátt ekki satt?


mbl.is Tvö sprungin dekk en engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er ég ekki hissa?

Afhverju er maður ekki hissa á þessu? Það var alveg eftir öðru að svona lagað væri til og það hér á Íslandi.

Að sjúklingum sé mismunað og neytað um aðstoð vegna skoðanna sinna telst nú ekki heilbrigt enda er heilbrigðiskerfið hér í molum og þjóðfélagið sjúkt.

Er ekki sjúkrahúsið á Akureyri og læknarnir sem tóku þessa ákvörðun skaðabóta skilt?


mbl.is Gagnrýnin reyndist dýrkeypt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skora á ykkur vesalingar að lifa á þessu.

Ekkert kemur af sjálfu sér,allt þarf að athuga og sækja um sjálfur í þessu kerfi okkar sem er orðið þvílíkt bákn,ómanneskjulegt og sýnir fólki bara mann fyrirlitningu og ekkert annað. Þetta þarf að stokka upp og breyta enda er þetta kerfi ekki að vinna fyrir fólkið heldur gegn því.Þetta var búið til og stofnað í upphafi fyrir okkur og handa okkur en það er alveg þveröfugt í dag.

Við ykkur sem getið gert þetta það er breytt þessu kefi,farið að bretta upp á ermarnar og vinna vinnuna ykkar sem þið voruð kosin til og fáið vel greitt fyrir það er að vinna fyrir fólkið í landinu.

Svo skora ég á ykur að þar til þið hafið breytt þessu þá skiptiðp þið við ellilífeyrisþegana og öryrkjana.látið þá hafa ykkar laun,fríðindi og sporslur og þið getið prófað að lifa á 53.000 kr og 186.000 kr í heilt ár.

Við skulum svo athuga og heyra hvernig hljóðið er í ykkur þá eftir árið.


mbl.is „Fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil fjölgun hjá Isavía?

Stjórnendur þurfa ða vera ungir og GRAÐIR já.Ogf til hvers sklildi það vera? Er einhver fjölgunarstefna í ganga hjá Isavía þar sem þessir ungu og gröðu stjórnendur skuli nota hluta af tíma sínum við að fjölga sér eða hvað?

Mér sýnist nú ekki vera svo íkja langt í að þessi Hlynur sem hlýtur þá að teljastg ungur og graður stjóranndi því hann er jú enn við störf komist á fimmtugsaldurinn og verður hann þá orðinn áskrifandi af laununum sínum og til lítils gagns í starfi eins og allir hinir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu mála þarna á bæ.

Hroki er illa liðinn hvar sem er í þjóðfélaginu og þetta er ekkert annað en hroki.


mbl.is „Hefur ekkert með aldur að gera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það frétt?

Það er það örugglega innan fjölskyldunnar já og vinahópsins en varla getur það talist frétt og eiga erindi til almennings skilnaður hinna ýmsu hjóna í þjóðfélaginu.

Er ekki skilnaður einkamál hvers og eins og á hann eitthvað erindi til almennings?

Sama er mér hver er að skilja og hver ekki,mig varðar bara ekkert um það og langar ekkert til að vita það svo nei þetta er ekki frétt eða í það minnsta frétt sem ekkert erindi á til almennings.


mbl.is Eiríkur Jónsson segir að skilnaður sé frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda er ekkert heilagra en lífið eða svo......

sagði nú Georg W.Buch forseti í einni ræðunni sem hann hélt á sínum tíma í sömu viku og hann neytaði að undirrita náðun á 19 ára gömlum þroskaheftum manni, manni sem var svo þroskaheftur að hann gerði sér ekki einu sinni grein fyrir hvað hann hafði gert af sér. Svo það er eki nema von að þeir komi sér upp aftökusveitum vegna allra þessara heilögu lífa sem þeir ráðgera að taka á næstu árum.


mbl.is Aftökusveitir lögleiddar í Utah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstök rök,engin rök.

Það eru sérstök rök hjá Læknafélaginu ef íslenskum börnum er hættara við en öðrum börnum. Ekki veit ég betur en flest allar þjóðir í Evrópu selji áfengi í matvörumörkuðum og ekki sé ég að börn annarsstaðar í Evrópu lifi við meiri hættu eða áfengissýki en íslensk börn. Teljast þó Evrópubúar nokkuð hundruð milljónir en við erum rétt að slefa í 330.000 hræður.

Í raun eru þetta ekki sérstök rök gegn áfengis frumvarpinu hjá Læknafélaginu....þetta eru í raun engin rök eða í það minnsta léleg rök.


mbl.is Læknar vilja ekki vín í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það skortir ekki alkoholista hér

Og þeim mun ekkert frekar fjölga þó sala á áfengi verði gefin frjáls og vínið fara í stórmarkaðina.

Sá sem ætlar sér að ná í vín og drekka vín hann mun gera það því hann hefur alltaf gert það.

Svo ég er ekki alveg að skilja og taka þessum rökum um að sala á áfnegi muni aukast þó það fari í matvöruverslanirnar.

Sé nú t.d. ekki betur á fréttum í fjölmiðlum að ekki skorti eiturlyfin og eru þau þó bönnuð og "hvergi" seld.


mbl.is Sýnir afstöðu við atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband