Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Var það ekki KPMG sem gaf Kaupþingi bestu einkunn?

Var það ekki KPMG sem gaf Kaupþing banka bestu einkunn korteri fyrir hrun og voru þeir ekki endurskoðendur fyrir þann banka?

Og svo gefa þeir grænt ljós á kolvitlaust staðarval fyrir nýjan Landspítala.


mbl.is Nýr spítali verði við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og er það fyrir eða á eftir.......

Og er það fyrir eða á eftir að við höfum hjálpað fólkinu hér heima sem þarfnasst aðstoðar se mvið tökum við 1500-2000 eða jafnvel 5000 manns?

Hér er fólk í röðum hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni eftir nausþurftum.Hér eru um 180 manns á götunni svo vitað sé og margir sem misstu allt sitt í hruninu eru enn inni á vinum,vandamönnum og ættingjum.

Margir fá svo matar aðstoð í gegnum nertmiðla eins og facebook og fl.miðlum.

Ætlum við fyrst að hjálpa þessu fólki áður en við tökum við erlendu flóttamönnum eða ætlum við að gera það eftir að flótta mennirnir eru komnir hingað?

Hvar er nú gjafmildin og náungakærleikurinn sem blasir við á facebook hjá Eygló harðardóttur ráðherra...hvar eru peningarnir núna,maturinn,fötin,íbúðirnar og allt hitt sem virðist vera á lausu og fólk er tilbúið að láta frá sér?

Sennilega vilja stjórnvöld mikið frekar hjálpa erlendu flóttamönnum því þau fá prik fyrir það  og alþjóða samfélagið  tekur eftir því þegar það er gert en enginn tæki eftir því ef við hjálpuðum okkar eigin fólki...............nema kannski það sjálft jú.


mbl.is „Gætum tekið við 1500-2000 manns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolröng staðsetning.

Við skulum bíða og sjá hvernig þessi staðsetning reynist þegar upp er staðið og ekki síst ef það verður hópslys hér á landi einhvern tímann. Við skulum sjá hvernig fjölda af sjúkrabílum gengur að komast leiðar sinnar á áfangastað það er til spítalans við Hringbraut.


mbl.is Hringbraut heppilegasta staðsetningin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskur bæklingur í asiskum stíl........

Ekki get ég nú sagt það að hjartað hafi tekið kipp þegar ég sá að IKEA bæklingurinn var í póstinum og í raun dofnaði alltaf meir og meir yfir hjartanum eftir því sem ég fletti meira og lengra.

Eins og mörg undanfarin ár fannst mér ekki mikið varið í þetta dót sem þeir auglýsa og selja en hver hefur sinn smekki og stíll og smekkur manna er misjafn.

Nú er bara að bíða eftir sænsku jólunum sem þeir flytja inn á hverju ári og selja landanum.


mbl.is Hjartað tók aukaslag yfir IKEA bæklingnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfræði,heimska og fordómar.

Skelfing hvað það er til margt illa eða óupplýst fólk árið 2015,fólk sem veður áfram í heimsku sinni,stútfullt af fordómum í garð annarra og er svo ekkert betra sjálft nema síður sé og um leið auglýsir það fyrir öllum hversu fáfrótt það er og virðist illa eða ekki geta lært.

Hvernig fara þessir vitleysingjar eiginlega að því að lifa og ná þessum aldri sem þeir eru á?


mbl.is Samkynhneigð jafngildir dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki flokknum til framdráttar

Þessi uppstokkun og yfirlýsing um vantraust enda er þetta ekkert annað, er og verður flokknum ekki til framdráttar nema síður sé.

Þetta sýnir bara hinum almenna borgara að það er sundrung og óánægja innan flokksins sjálfs og það verður stór mínus fyrir hann en ekki plús.


mbl.is Nauðsynleg hreinsun átti sér stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra dauður en enginn

Þau sáu þó hval þó hann hafi verið dauður.....betra að fá eitthvað fyrir peninginn en ekkert


mbl.is Sáu bara dauða hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hönnunar og bygginga slys

Þetta hús á vel heima í nýju hverfi í stórum bæ eða borg en ekki upp í sveit innan um óspilta náttúruna.

Að reysa svona hús á þessum stað myndi ég kalla hönnunar og byggingaslys.


mbl.is Hönnunarparadís í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta skiptið í miðbænum?

Afhverju skildi það sennilega vera í síðasta skiptið se mflugeldasýning er í miðbæ Reykjavíkur?

Eru komin ný lög eða reglugerðir frá okkur sjálfum eða er Evrópusambandið farið að skipta sér af þessu líka?


mbl.is Síðasta flugeldasýningin í miðbænum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafyrring

Þetta er eitt gott dæmi um veruleikafyrringuna hér á landi og minnir mjög mikið á 2007. Að selja og kaupa blokkaríbúð á 150-211 milljónir segir sig sjálft. Oft er talað um útsýnið frá þessum íbúðum............er fólk ekki í vinnu á daginn eða hangir það við gluggana daginn út og inn?

Þetta sama útsýni er svo líka að sjá í mun ódýrari eignum og hverjum dettur í hug að festa kaup á íbúð í fjölbýlishúsi fyrir rúmar 200 milljónir og þurfa ða fara eftir fjölbýlishúsalögum og byntum í kannski erfiðum eða leiðinlegum nágranna þegar hægt er að fá einbýlishús fyrir hrelminginn af þessari upphæð og spara restina?

Þetta er veruleikafyrring og bilun.


mbl.is Íbúð hækkaði um 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband