Black monday!

Einn sá svartasti dagur á íslandi leit dagsins ljós 02.desember þegar íslenskur ríkisborgari féll fyrir skotvopni íslensku lögreglunnar. Þennan dag hef ég lengi vonað að ég myndi aldrei þurfa að upplifa og mér finnst orðið ömurlegt hvernig komið er fyrir okkur að svona skildi þurfa að fara. Aðstæður ætla ég ekki að dæma enda var ég ekki á staðnum og því ekki í aðstöðu til þess en mér finnst það líka ömurleg tilhugsun að lögreglna skuli vera orðin svo vopnuð að hún geti drepið borgarana. Sá sem skaut manninn í morgun verður víst að gera það upp við sig og lifa með því en hræsnin í okkar heimi er mikil því ef þessi óði maður sem verið var að eiga við og reyna að yfirbuga hefði drepið manneskju hefði hann verið flokkaður sem morðingi. En ef vopnaður lögreglumaður drepur borgara með skotvopni hvað kallast það ? Mér finnst líka ömurleg tilhugsun ef það eru til lög í landinu sem heimila svona lagað og væri fróðlegt að vita hvenær þeim lögum var komið á og af hverjum.
mbl.is Féll fyrir skotum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki í fyrsta sinn sem einhver er með læti eftir viku fyllerí.

En, spurt er: " En ef vopnaður lögreglumaður drepur borgara með skotvopni hvað kallast það ?"

Hefði verið betra ef þeir hefðu drepið hann með einhverju öðru vopni? Kallast það þá öðru nafni?

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2013 kl. 12:57

2 identicon

ef þessi óði maður sem verið var að eiga við og reyna að yfirbuga hefði drepið manneskju hefði hann verið flokkaður sem morðingi. En ef vopnaður lögreglumaður drepur borgara með skotvopni hvað kallast það ?

Það kallast sjálfsvörn. Þessi gaur SKAUT á lögguna í þeim tilgangi að drepa. Ég ætla rétt að vona að fólk sé ekki nóg og ílla gefið til þess að fara að nota þennan viðburð sem áróður gegn lögreglunni. 

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 12:59

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk er illa gefið, og þetta verður notað sem allra handa áróður.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2013 kl. 13:22

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

þeir sem ráðast vopnaðir inn á heimili eru ekki í sjálfsvörn.

Magnús Sigurðsson, 2.12.2013 kl. 15:35

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Magnús "þeir sem ráðast vopnaðir inn á heimili eru ekki í sjálfsvörn." Thad á bara vid um innbrotsthjófa en ekki lögregluna, hún getur brugdist thannig vid hvort sem er um dómsúrskurd, almannahaettu eda rökstuds gruns um ad lífi einhvers sé í haettu

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.12.2013 kl. 17:05

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einar; hvort sem dómsúrskurður var fyrir hendi eða ekki þá var þetta engu að síður ekki sjálfsvörn þetta gerðist við árás á heimili mannsins.

Magnús Sigurðsson, 2.12.2013 kl. 17:37

7 Smámynd: corvus corax

"Árás á heimili mannsins?" Magnús lætur líta út eins og löggan hafi bara ákveðið að gera árás á heimili mannsins sér til skemmtunar eða dægradvalar. Allar aðstæður, aðdragandi og atburðir voru afleiðingar athafna þess sem lést. Lát hans er hörmulegt og ekki síst þar sem skv. fréttum virðist hafa verið um andlega vanheilan mann að ræða. Það að skjóta á lögregluna eftir að hafa verið með skothríð tímunum saman hlýtur að kalla á afdrifaríkar aðgerðir. Það er sama hvernig Magnús reynir að sverta hlut lögreglunnar í málinu, það breytir ekki þeirri staðreynd að maðurinn var vopnaður og hikaði ekki við að beita því á þá sem fyrir voru, í þessu tilfelli á löggurnar. Og fólk má vera visst um að sá eða þeir sem felldu manninn mundu gefa mikið og jafnvel allt til að aðgerðirnar hefðu ekki endað með falli mannsins.

corvus corax, 2.12.2013 kl. 18:18

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Magnús, ég heiti Brynjar en ekki einar thannig ad thad sé komid á hreint

Auk thess aetla ég ad vitna í fréttir kvöldsins en thar kom fram ad madurinn var búinn ad vera ad skjóta á bílana sem voru út á bílastaedi í um tvo tíma thergar lögregluna bar ad gardi, fynnst thér thad bara vera í fínasta lagi Magnús? Eins og hrafn hefur bent á thá var madurinn andlega vanheill og átti í thokkabót vid eiturlyfjavanda ad strída thannig ad ekki var um gódan mann ad raeda. Einnig beindi hann vísad ur norgegi fyrir fjölda afbrota, thar á medal ofbeldisverka

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.12.2013 kl. 20:10

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrirgefðu Brynjar að ég skildi kalla þig Einar. Nei mér finnst þetta ekki í lagi enda kemur ekkert fram um það í þessari frétt að hann hafi verið að skjóta á bíla tímunum saman áður en lögregluna bar að garði. Svolítið sérstakt að þetta hafi viðgengist svona lengi. Það kemur mér ekki á óvart að um veikan mann hafi verið að ræða.

Magnús Sigurðsson, 2.12.2013 kl. 20:58

10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Magnús, það kom fram í annarri frétt, en hinsvegar er það þannig að það þekkja ekki allir skothljóð þegar þeir heyra það enda er það ekkert í líkingu við það sem fólk á að venjast í kvikmyndum enda er skothvellur ekki hljóð heldur hljóðbrot sem ekki er hægt að taka upp og þarf að búa til fyrir bíómyndir og tölvuleiki

Brynjar Þór Guðmundsson, 3.12.2013 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband