Alveg ömurlegt að þetta skildi gerast.

Það er alveg ömurlegt að þessi atburður skildi gerast hér og ég væri ekki hissa að fólk bara almennt þyrfti á áfallahjálp að halda. Fólk sem ég hef heyrt í og rætt við er bara miður sín yfir þessu að lögreglan skildi beita skotvopni á manninn og fella hann.

Það er svo ömurlegt að þetta skuli nú vera komið í íslenskt þjóðfélag að það er eins og við höfum tapað einhverju stórkostlegu frá okkur,einhverju sem við áttum en er nú horfið fyrir fullt og allt.


mbl.is Sérsveitin aldrei gripið til vopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

"...fólk ...miður sín yfir þessu að lögreglan skildi beita skotvopni á manninn og fella hann." Hvað áttu lögreglumennirnir að gera þegar hann skaut ítrekað á þá? Maðurinn kallaði þetta yfir sig sjálfur með því að skjóta löggurnar. Skyldi fólk hafa orðið miður sín ef lögga eða almennur borgari hefði fallið fyrir skothríð mannsins? Það var illskárra að fella hann heldur en að hann dræpi aðra. Líklega hefur þjálfun lögreglumannanna og varnarbúnaður þeirra komið í veg fyrir að einn eða fleiri þeirra féllu í aðgerðinni.

corvus corax, 2.12.2013 kl. 17:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála þér Júlíus í höfuðatriðum. - corvus corax, gerði sérsveitin sig ekki að skotmarki með því að stilla sér upp með alvæpni fyrir framan truflaðan manninn? Það hefur hingað til ekki verið talið besta ráðið í bókinni til að róa niður óða menn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2013 kl. 17:31

3 Smámynd: corvus corax

Ég var ekki á staðnum Axel Jóhann, en eftir fréttum að dæma var búið að reyna að ná sambandi við manninn klukkutímum saman. Svo skilst mér að eftir að gasinu var skotið inn til hans sé það skylda lögreglumanna að sækja viðkomandi ef hann kemur ekki sjálfur út, kannski vegna þess að honum getur orðið meint af gasinu. Ég leyfi mér að efast um að löggurnar hafi "stillt sér upp" fyrir framan manninn eins og þú orðar það, greinilega til að gera málstað lögreglunnar verri en ella. Ég er nokkuð viss um að sá eða þeir sem skutu manninn vildu gefa mikið til þess að þetta hefði ekki kostað manninn lífið.

corvus corax, 2.12.2013 kl. 18:10

4 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með öðru bloggi um að blaðamaður skuli skrifa að maðurinn hafi verið felldur. Það er algerlega óviðeigandi í öllum kringumstæðum og hefur ekki sömu merking og þegar menn hafi fallið í stríðsátökum eða fallið fyrir byssukúlu. Það er aldrei skrifað eða sagt að manneskja hafi verið felld, vill ekki fara út hvað slíkt innfelur. Eingöngu er orðalagið notað um að fella skepnur t.d. að skógarbjörn í ham hafi verið felldur, einhverjum kann að þykja það skrýtið en þannig er það.

Blaðamenn eiga að biðjast velvirðingar á þessum mistökum allra vegna.

Sólbjörg, 2.12.2013 kl. 18:16

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Altaf skal koma svona rugl upp Auðvita átti að fella hann þið axel og Júlíus hneikslist ifir að maður sem ógnar öllu í kringum sig ekki bara lögreglu heldur nágrönnum með Haglabissu skildi vera veiginn En blessaði Logregluþjónnin honu hlítur að líða illa og ættu menn að hugsa hlítt til hans og veita honum stuðning það er heilbrigð skinsemi að gjöra slígt en þið skiljið slíkt ekki er það

Jón Sveinsson, 2.12.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband