Lærið eitthvað og lógið honum.

Ef menn hafa lært eitthvað af farganinu og veseninu sem fylgdi björgun Keiko á sínum tíma þá kemur þessi hvalur ekki hingað til lands. Við höfum ekkert með hann hingað að gera,stórhættulegt drápsdýr sem og hann hefur ekkert hingað að gera. Hann hefur yfir höfuð ekkert út í náttúruna að gera á nýjan leik því hann mun drepast þar eins og Keiko forðum. Þetta dýr var veitt hér við land 2ja ára gamalt og er 32ja ára gamalt í dag,hann hefur verið í haldi sem sirkusdýr í 30 ár og hefur alla tíð verið mataður eða fært fæðið og kann því ekki að veiða sér til matar né bjarga sér í villtum sjónum. Aðrir háhyrningar munu svo mjög líklega drepa hann. Væri þetta hundur eða annað dýr sem hefði drepið  þrjár manneskjur hefði því verið lógað,hundum sem drepa kindur er lógað hvað þá menn ef svo bæri undir. Og ekki höfum við fyrir því að bjarga ísbjörnum sem hingað til lands villast,yfirvöld segja að þetta séu stórhættuleg rándýr semn drepi menn ef því er að skipta og séu þau svöng og tökum enga sénsa í þeim málum,ísbirnir sem hingað koma til lands fá ekki einu sinni séns. Afhverju þessi hvalur? Reynum einu sinni að læra af reynslunni og höfnum því að taka við þessum hval eða að honum verði sleppt hér við land. Þessi samtök í Bandaríkjunum geta lógað hvalnum og gefið milljónirnar sem annars færu í vonlausa björgun til götufólks í Bandaríkjunum,nóg er af því þar.


mbl.is Koma Tilikums til Íslands óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Lóga kvikindinu og bjóða upp á Tilikum-borgara í Sea World á meðan birgðir endast...!

corvus corax, 30.12.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband