Hvort er....hverju á að trúa?

Hvort er að hlýna eða kólna á jörðinni? Maður er alltaf að lesa reglulega um hættuna á hækkun yfirborðs sjávar,flóðum og fl.í kjölfar hlýnunar á hnettinum og að orsökin sé okkur mönnunum að kenna,við megum búast við ýmsum veðrabrigðum vegna hlýnandi veðurs,meiri skógareldar,meiri hiti,örari bráðnun jökla og þar fram eftir götum en svo kemur nú að það er kólnandi og munu vetur verða harðari næstu áratugina en þeir hafa verið undanfarið.

Hverju á að trúa? Fer hlýnandi eða fer kólnandi?


mbl.is Kaldari veður og sjaldséð norðurljós?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Gott að lesa þetta. Sagði mannvitsbrekkan Al Gore nákvæmlega þetta? Eða var það akkúrat þveröfugt.

Örn Johnson, 20.1.2014 kl. 23:01

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er oft ágætt að lesa frumgögnin - ef eitthvað skildi hafa skolast til.

Upphaflega fréttin er einmitt ekki eins og þessi þýðing hjá mbl.is: http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-25743806

Þar er meðal annars talið að þetta geti tafið hina hnattrænu hlýnun kannski um fimm ár - en að staðbundið geti þó orðið nokkuð kaldara yfir vetrartímann, t.d. í norður Evrópu. Einhverra hluta vegna sleppir mbl.is algjörlega að setja inn alla fyrirvara og hvað þetta þýðir í nútímanum.

Sem sagt, þessi afdrifaríka breyting í sólinni núna myndi rétt duga til að setja hlýnunina í pásu.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.1.2014 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband