Afhverju er þetta svona?

Að fólk með veik börn skuli þurfa að standa í svona veseni við kerfið getur varla talist eðlilegt. Ekki er þetta velferðarkefið sem hér á að vera? Er það kannski að virka svona? Er nú eki kominn tími á að fara ofan í saumana á reglugerðarfarganinu sem hér er um allt og alla,minnka það og gera þetta manneskjulegra? Gera kerfið fyrir fólkið sem býr í landinu og þarf að nota þetta.
mbl.is „Ekki hjá okkur, heldur hjá hinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Atvinnubótavinnukerfi ofurlaunaðra kerfisstjórnenda?

Þannig er þetta margumtalaða, opinbera og óskiljanlega ruslflokkunarkerfi í raun.

Ég fór á Tryggingarstofnunina við Laugaveg á síðasta ári, til að reyna að átta mig á greiðsluþátttöku í lyfjakaupum fyrir breytingarnar óskiljanlegu. Mér fannst ég þurfa að gera mér einhverskonar grein fyrir hvernig átti að skilja bæklinginn sem átti að leiðbeina.

Blessuð konan hjá Tryggingastofnun, sagðist sjálf ekki skilja bæklinginn. Og ekki gat ég spurt lækninn aftur, því hann var ég búin að spyrja, sem sagðist ekki hafa fengið aðrar skýringar en þennan óskiljanlega bækling. Þá fór ég í apótek og spurði. Afgreiðslukonan gat ekki svarað mér, og náði í apótekarann. Ég spjallaði við þann ágæta mann, sem sagði mér að þetta væri nú alls engan veginn nógu skýrt og skiljanlegt. Við vorum þó sammála um að greiðsluþátttökukerfið mátti breytast til bóta frá því sem fyrir var.

En útkoman úr þessari ruglsamsuðu, sem byrjaði hjá Álfheiði Ingadóttur, lenti í þvílíkum bútasaums-þvælingi, að ekki var nokkur leið fyrir neinn, að skilja litrófsvegferðina á þeim ó-samstæðu og ó-samansaumuðu bútum.

Ef ég hefði ekki farið í alla þessa könnunarvinnu áður en lyfjapíningin skall á með þessari fyrstu greiðsluupphæð, þá hefði ég líklega misst þau litlu tök, sem ég hef í dag á þessum daglegu kerfisflækinga-völundarhúsum, og öðru sem þarf að sinna frá degi til dags.

Ögmundur Jónasson sagði opinberlega, (ef ég man rétt), að öryrkjar og börn myndu ekki lenda í breytingunum. En Jón Þór Ólafsson höfðu sem betur fer varað við, og þess vegna ég fór í þennan könnunarleiðangur. Og var ég því ekki alveg óviðbúin.

Eftir þetta hef ég ekki getað treyst neinu sem Ögmundur Jónasson segir. En aftur á móti má segja að allir sem vöruðu við af heiðarleika og hreinskilni, hafi bjargað því að ekki fór verr hjá mér og mínum.

Maður velti óhjákvæmilega fyrir sér hvort búið hefði verið að ákveða bak við svörtu tjöldin, hverjum skyldi fórnað og hverjum bjargað á Íslandi, og víðar, í gjaldþrota glæpastýrðri banka/lífeyrissjóðs-veröld?

Það lítur út fyrir að kerfið eigi að meðhöndla vélmenni, en ekki manneskjur með skattgreidd ríkisréttindi, sjúkdóma/skerðingar og kerfismargfaldaða krankleika/beiskleika.

Sé þunglyndi/depurð ekki vandamálið í byrjun kerfisvegferðar, þá er líklegt að í kjölfarið á svona meðferð, sé slíkt aukaálag orðin viðbót, eftir svona kerfis-trakteringar. Hver hagnast á því?

Það er ekki vanþörf á skýringum, frá öllum heilbrigðisráðherrunum á síðasta kjörtímabili. Og frá þeim sem hlut eiga að máli utan ráðuneytisins.

Það er að segja: Embættiskerfisábyrgðar-hálauna-sérfræðingum!

Ábyrgð?

Hvað þýðir það orð í Íslenskum orðabókum, í siðmenntuðum nútímanum?

Tapast hefur siðferðismat/hegðun/ábyrgð þjóðarstjórnenda (banka/lífeyrissjóða)! Fundarlaun: Betra siðferði/samviska fundar-launþega! (Þykir líklega ekki nógu feitur tékki það)?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband