Kröfur á suma en aðra ekki.

Og hvers vegna skildum við gera einhverjar sérstakar kröfur til stjórnenda fyrirtækja eða þeirra sem stofna fyrirtæki umfram aðra? Ekki get ég séð að þessi þjóð hafi gert eða geri almennt miklar eða einhverjar kröfur til þeirra sem fara með málefni borga,bæja og landsins alls. Það er ekki einu sinni gerð krafa um það að viðkomandi hafi almennt verið í skóla hvað þá með eitthvað próf að námi loknu.

Ekki gerum við miklar kröfur til þeirra sem stjórna landinu eða borg og bæjum eða finnst fólkli það almennt vera hér á landi? Ekki veit ég til þess eða hef orðið var þess að það séu gerðar sérstakar kröfur til þeirra er bjóða sig fram til þings og svo sest viðkomandi í allskonar nefndir og annað á vegum þingsins og ekki eru gerðar meiri eða nokkrar kröfur til þeirra sem bjóða sig fram í bæja og sveitastjórnakosningum fara svo sumir af þessum einstklingum með fjármál viðkomandi borgar,bæjar eða svietafélags uppá hundru milljóna og jafnvel milljarða. Hvers vegna skildu þá vera gerðar sérstakar kröfur til þeirra sem stofna fyrirtæki hér á landi...........eða er það meiri ábyrgð samkvæmt skilningi Ríkisskattstjóra að stofna lítið fyrirtæki en að fara með fjármál heils sveitafélags eða þjóðfélags?

Kannski ekki skrítið hvernigt allt er hérna ef hugsunin er svona.


mbl.is Kröfur til stjórnenda ekki miklar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Einarsson

Skrifað stendur"Alþingi skal endurspegla þversnið þjóðarinnar" eða eitthvað í þessa veru.Í dag eru háskólagengnir í miklum meirihluta og hefur svo verið í nokkuð mörg ár.Bæjarstjórar eru yfirleitt háskólagengnir,og ef maður les yfir atvinnuauglýsingar virðist enginn geta fengið starf án háskólaprófs.Þrátt fyrir þetta(eða vegna þess)fór allt á hliðina og líkur eru meiri en minni á að það endurtaki sig fyrr en seinna.

Þórður Einarsson, 21.4.2014 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband