Áframhaldandi bull og öfgar vegna reykinga.

KOm manni svo sem ekkert á óvart bullið varðandi reykingar hér á landi sem og öfgarnir sem viðgangast vegna þeirra um allt þjóðfélag. Réttindi fólks til að vera í reyklausu samfélagi en réttindi þeirra sem reykja eru engin.Fólk hýmir hingað og þangað við þessa iðju sína eins og fram kemur í greininni og er litið hornauga þar sem það er. Þríðja flokk þjóðfélagsþegnar eða úrhrök. Og hinir sem ekki reykja heimta hreint loft fyrir sig...........hvað um verksmiðjurnar sem spúa eitrinu frá sér,álverin og svo ekki sé minnst á bílana? Eða ýmislegt í matvælum sem fólk er að láta ofan í sig og er heilsuspillandi svo ekki sé nú minnst á allan óþverrann sem fer ít í loftið hjá hinum stóru iðnríkjum víða um heim. Hvort ætli sé meira heilsuspillandi?
mbl.is Reykingar óbærilegar nágrönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lena Valdimarsdóttir

Sko...

Mér finnst þessi pistill á mbl óttalega dramatískur og ekki vel til þess fallinn að skila Húseigendafélaginu tilætluðum árangri.

Hins vegar verð ég bara að benda á það að röksemdafærslan þín í þessu máli er alveg afleit. Sú staðreynd að það sé til verri loftmengun en sígarettureykur jafngildir því ekki að reykingar eigi að fá frítt spil. Það væri svipað og að segja að þjófnaður væri í rauninni ekki glæpur því morð væri verri glæpur.

Það skiptir máli að það sé til staðar umræða um þá loftmengun sem stafar af verksmiðjum, bílum og álverum. Að sama skapi skiptir líka máli að umræðan sé til staðar um reykingar; því þær geta skaðað aðra, þú vilt ekki hafa börnin þín í kringum þær og þeim fylgir almennur ófögnuður á borð við lykt af fötum og sígarettustubba á víðavangi.

Lena Valdimarsdóttir, 24.7.2014 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband