Að gera einfalda hluti erfiða

Enn eitt gott dæmið af alltof mörgum hvernig hægt er að gera einfalda hluti bæði erfiða,óaðgengilewga og leiðinlega og það er bullið um verðmerkingar í matvöruverslunum hér á landi. Fólk er hlaupandi fram og til baka í þessum búðum til að skanna vörurnar svo það geti séð hvað þær kosta og hvort það vilji eða hafi efni á því að kaupa vöruna. Oft hefur maður séð raðir við þerssa skanna enda eru þeir of fair í hverri verslun og langt á milli þeirra og þarna er fólk kannski með nokkur lambalæri eða nokkrar pakkningar á sömu vörunni til að athuga með verðið á þessu og ansi oft er skanninn ekki að virka,finnur ekki strikamerkinguna í kerfinu eða er einfaldlega bilaður. Til hvers var þetta sett á og fyrir hverja? Í það minnsta ekki til hagsbóta eða hagræðingar fyrir neytendur svo mikið er víst. Þetta hefur orðið til þess að ég t.d. er hættur að kaupa ýmsar matvörur sem ég gerði áður því ég nenni ekki þessum sífelldu hlaupum fram og til baka í versluninni til að athuga með verð á vörunni.


mbl.is Sjá kosti við verðmerkingar Kosts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband