Gott dæmi um hversu sjúkt þetta er orðið.

Þetta er enn eitt gott dæmi af mörgum sem sýnir okkur hversu sjúk þessi símahegðun er orðin á stórum hluta af fólki í dag. Enginn getur farið eða gert neitt nema hafa símann með og fólk er á spjallrásum,leitar á internetinu,á facebook þar sem það á ekki lengur neitt líf og takandi myndir af öllu og engu en þó helst af sjálfu sér og sendir svo um allan heim.

Þetta fólk er akandi bílum og hangandi í símanum í akstri,étandi undir stýri,drekkandi gos eða kaffi og fleira sem þessu fylgir og er orði hættulegt sjálfu sér og öðrum. Maður hefur meira að segja séð konur mála sig undir stýri á akstri og svo nær þetta fólk ekki beygjum,getur ekki langt í stæði eða stoppar ekki á rauðu ljósi.

Þessi símanotkun og hegðun er löngu orðin sjúkleg.


mbl.is Tók upp símann í miðjum leik - myndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband