Það bjóst heldur enginn við því.

Það er alveg sama hvað gert er,farið á svig við lög,lög brotin eða annað sem brotið er af sér í starfi þá segir enginn opinber starfsmaður sjálfviljugur af sér enda siðblindan mikil í hinum opinbera geira.

Það bjóst heldur enginn við því að núverandi lögreglustjóiri segði af sér nema hún yrði neidd til þess en innanríkisráðherrann sjálfur styður hana svo þar höfum við það.

En varðandi traust á svona gjörninga og þá á sjálft embættið það virðist ekki skipta neinu máli þó þsð sé ekki til staðar.

Hún situr áfram fyrir það!


mbl.is Ekki hvarflað að mér að segja af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Já innanríkisráðherra styður hana sem flokkssystur sína, en ætli sé ekki erfitt fyrir Sigríði Björk að sitja í embætti með ekkert traust almennings ?

Skarfurinn, 5.3.2015 kl. 10:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvar hefur það komið fram að Sigríður Björk sé í Sjálfstæðisflokknum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2015 kl. 11:50

3 Smámynd: Skarfurinn

Heyrðu mig nú, Hanna Birna skipaði hana í embætti án þess að auglýsa eins og ber að gera, svo kemur Ólöf Nordal og ver Sigríði þrátt fyrir hennar mistök og dómgreindarbrest, er ekki nokkuð ljóst hvar manneskjan stendur ?

Skarfurinn, 5.3.2015 kl. 12:09

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, það er alls ekki ljóst. Komdu með heimildir fyrir því að Sigríður Björk sé í Sjálfstæðisflokknum. Eða á Gróa á Leyti lögheimili hér?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2015 kl. 15:06

5 Smámynd: Skarfurinn

Gunnar ertu virkilega samþykkur því að ráðherrar skipi vini eða vandamenn í stöður án auglýsinga ? Sigríður Björk braut af sér og á að taka afleiðingunum eða biðjast afsökunar, sem sennilega er orðið of seint núna, en sé hún ekki flokksbundin biðst ég afsökunar, hef þá rangar heimildir, en tel það reyndar aukaatrið í þessu máli úr því sem komið er.

Skarfurinn, 5.3.2015 kl. 16:18

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo virðist að þeir einu sem sjá ekki mannkosti Sigríðar Bjarkar, séu þeir sem ekki styðja ríkisstjórnina. Það er athyglisvert út af fyrir sig. 

En þú svarar ekki spurningu minni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2015 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband