Vitlaus hegðun að gera allt vitlaust eða hvað?

Afskaplega sérstakt þessi siður svo ekki sé meira sagt ásamt mörgum öðrum siðum sem mannkynið hefur tekið upp og kallast gifting eða brúðkaup. Alltaf er látið skína í það eða gefið í skyn að þetta sé einhver endastöð af einmannaleika en upphafið að öllu nýju og fullkomnu.Að giftingin gefi viðkomandi pari 100% aðgang að fullkomnu lífi og dvöl í paradís eða því sem næst.En er það svo? Yfir 40% enda með skilnaði,ofbeldi er vel þekkt og rifrildi,nudd og nag þerkkist vel líka daglega í mörgum samböndum/hjónaböndum.

Er þetta virkilega svona mikill glamúr og fullkomið eins og alltaf er látið í veðri vaka þegar brúðkaup er annars vegar?


mbl.is Bónorðið sem er að gera allt vitlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Orðið gifting merkir eining, þannig að í raun getur engin utanaðkomandi gift fólk nema lagalega séð. Því getur verið margt sambúðarfólk og vinir giftir í þeirri merkingu og eins örugglega hjónafólk sem er alls ekki gift lengur. Sjálf tók ég upp á því fyrir mörgum árum að herma athæfi Dennis Rodham körfuboltakappa. Fyrst blés hann til heljarinnar blaðamannafundar. Sagði að hann væri að fara að gifta sig. Allir fréttamenn mættu, en sjálfur mætti hann aleinn til athafnarinnar og í brúðarkjól.  Tilkynnti aðí dag ætlaði að giftast - sjálfum sér. Finnst þetta athæfi hans snilld og prívat ákvað ég að spyrja mig hvort ég myndi vilja giftast sjálfri mér og mér til mikillar ánægju fannst mér þetta bónorð jafngilda því að detta í lukkukpottinn og svaraði eigin bónorði glöð; Já, þvílík heppni. Fór reyndar ekki alla leið með þetta opinberalega eins og Dennis enda ekki fræg eins og hann. Síðar kynntist  manninum mínum og í 15 ár höfum við verið  hamingjusamlega "gift" án aðkomu annarra en okkar beggja að þeim gjörningi. Að stofna fyrst eins manns hamingjusamt hjónaband er held ég grunn forsenda fyrir að giftast öðrum einstakling til gæfu og hamingju.  

Sólbjörg, 29.5.2015 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband