Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Stærsti flokkurinn átti að fá umboðið...........

Það hefur alltaf verið venjan að sá flokkur sem er stærstur fá fyrst umboð til að mynda stjórn og í þessu tilfelli hefði það átt að vera Sjálfstæðisflokkurinn.Sérstakt að formenn hinna flokkanna skuli vera að tjá sig um það við forsetann hvaða flokkur ætti að fá þetta umboð að þeirra mati og forsetinn segist meðal annars hafa stuðst við það.
mbl.is Sigmundur boðaður til Bessastaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vonandi.....

að þessir 27 nýju stjórnmálamenn hafi eitthvað og meira fram að færa en hinir 27 sem komu nýjir inn síðast árið 2009.......ekki sást eða heyrðist mikið til þeirra sl.4 ár úr ræðustól allavega ekki mörgum af þeim.
mbl.is 27 nýliðar taka sæti á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þjóðin á betra skilið en það sem hún fékk og hafði eftir síðustu kosningar......

Það sem mörgum stjórnmálamönnum virðist vera fyrirmunað að skilja er að fólk sem á ekki fyrir mat,er að missa húsnæðið sitt,getur ekki farið til læknis,ekki borgað lyfin sín og hefur verið án vinnu í 3 ár og jafnvel lengur hefur ekki áhyggjur af eða áhuga á inngöngu í ESB eða fiskveiðistefnunni............það hefur áhyggjur og áhuga á allt öðrum málum Ólina og það fór eins og það fór í kosningunum í gær af því hvorki þú né hinir sem með þér voru í fyrrverandi stjórn skilduð þetta.

Þess vegna fóru kosningarnar eins og þær fóru.


mbl.is Ráðaleysi, baktjaldamakk og hljóðskraf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er orðið þreytt og leitt á þessu.

Ég held að fólk sé bæði orði þreytt og leitt á þessum stjórnmálum og það er sjálfum stjórnmálamönnunum að kenna hvernig komið er og held ég að þetta muni bara versna með árunum.Lengi hefur verið minnst á að stjórnmálamenn víða um heim hafi orðið áhyggjur á því hvað almenningur sé orðin áhugalaus og hve kosningaþátttaka almennings  sé orðin dræm. En það er má segja vel skiljanlegt,fólk hefur misst áhugann,trúna,traustið og vonina um að nokkuð muni breytast eða lagast.Argaþras á þinginu,stór orð látin falla,gæluverkefni einstakra þingmanna hafa forgang og  í þetta er stórum tíma eytt en ekki unnið úr eða tekið á þeim málum sem skipta máli og liggur á þjóðinni.Þingmenn geta því sjálfum sér um kennt slæma þátttöku í kosningum og áhugaleysi kjósenda.

Á kosningaskrá fyrir nýafstaðnar kosningar voru  237.957 manns....auðir seðlar voru 4217,ógildir voru 585 og það voru 193.792 sem kusu samkvæmt talningu. Það voru sem sagt 39.363 kjósendur sem sáu ekki ástæðu til að mæta og kjósa í þessum kosningum og athugið að það voru 12% þeirra sem kusu sem eyddi atkvæðinu sínu má segja út í loftið með því að kjósa öll litlu framboðin sem komu ekki einum einasta manni inná þing..............þar eru mörg þúsundin sem fóru forgörðum í viðbót við öll hin atkvæðin.Skildi þetta nú ekki gefa þingmönnum tilefni til að fara hugsa sinn gang?


mbl.is Mesta kjörsóknin í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegt hvað henni er í nöp við Sjálfstæðisflokkinn.......

Svolítið sérstakt hvað Jóhönnu er í nöp við Sjálfstæðisflokkinn og getur alls ekki dulið það í opinberum samtölum.Það skítur nefnilega svolítið skökku við hvað Samfylkingin hvítþvær sig af stjórnarsetunni með Sjálfstæðisflokknum í tvö heil ár fyrir hrunið og virðist ekki bera eða ætla sér að bera neina ábyrgð vegna þess. Jóhönnu og fl.er tíðrætt um hrunið og hvernig búi Samfylkingin tók við og ekki ætla ég neitt að hæla því búi en Jóhanna skal hafa það í huga að hennar flokkur sat við völd í tvö ár með Sjálfstæðisflokknum fyrir hrunið og Jóhanna sjálf var ráðherra þar.En svo heldur hún að hún geti hvítþvegið sig og sinn flokk af því að hafa verið þarna í stjórn......hún bara einfaldlega getur það ekki nema þau hafi ekki haft neitt til málanna að leggja í þeirri stjórn og bara verið þarna uppá launin þar til hrunið varð?

Ja hvað veit ég?


mbl.is „Mér er ekkert sérstaklega rótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver útskrifaði manninn?

Mér finnst það nú ekki meðmæli með þeim er útskrifar svona veikan einstakling og ábyrgðarhluti að hleypa svona veikum manni eftirlitslausum út í lífið,manni sem er hættulegur fólkinu sem um göturnar fara. Sá sem útskrifar svona veikan einstakling og hleypir honum eftirlitslausum út í þjóðfélagið er nú varla starfi sínu vaxinn eða hvað?
mbl.is Hnífurinn fannst í fjörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju gerðuð þið ekkert í 4 ár?

Því skildi maður trúa ykkur núna? Afþví að það eru að koma kosningar?

Afhverju bættuð þið ekki kjörin fyrr,þið hafið verið við völd í 4 ár.

Voruð þið ekki að setja milljarð í allskonar aukagreiðslur núna smátt og smátt undanfarnar vikur í verkefni til að auka fylgi ykkarí  kosningunum?

Þið gerður ekkert fyrir lífeyrisþega í 4.ára valdasetu ykkar......afhverju þá núna?


mbl.is Vilja bæta lífeyrisþegum skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðin.....lyf í greiðsludreifingu eða á raðgreiðslum..............

já hún lætur ekki að sér hæða hin nýja íslenska velferð........hún er orðin svo góð og öflug að nú þarf og getur fólk dreift greiðslum af lyfjunum sínum niður svo það hafi efni á því að leysa Þau út og nota þau í allri velferðinni..........og sloppið í bili við að drepast af lyfjaleysi.

Þökk sé VG og Samfylkingunni............


mbl.is Lyfjakaupendur geta dreift kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeyptar fatadruslur.......

Þeir einstaklingar sem gangast upp í því og þykjast vera meiri en aðrir að ganga í svokölluðuum merkjavörum hugsa kannski sinn gang næst þegar versluð er ein fatadruslan enn.

Það er nefnilega fólk sem er að framleiða þetta sem er haldið eins og þrælum á launum sem enginn getur lifað af ,hvað þá framfleitt fjölskyldu..............og til hvers?....... jú til þess að "snobbliðið" geti látið plata sig enn og aftur í að kaupa merkjavöru sem er í raun engin merkjavara heldur blekkingin ein.

Hvernig skildi svo viðkomandi líða innst inni þegar sá einstaklingur gengur um úti á götu í "fínu" flíkinni sem hann í heimsku sinni lét plata inná sig að kaupa dýrum dómum vegna merkis sem bláfátækur þræll saumaði í hálsmálið fyrir hann?.............og seljandinn ullar á bakið á honum þegar hann gengur út úr tískuvöruverlsuninni með flík sem kostaði 1000 kr að framleiða en vitleysinguyrinn borgaði 25 þúsund fyrir.       Hversu heimsk getum við verið?


mbl.is Merkjavara saumuð í dauðagildrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjört bull.....................

hefði verið nær að nota þessa peninga þar sem þeirra var þörf og það hlýtur að hafa verið hægt að koma kerlingunni fyrir í hinsta sinn á ódýrari hátt.
mbl.is Útför Thatcher kostaði 645 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband