12.10.2013 | 20:09
Munurinn á læknum og þingmönnum............og kirkjunni.
Þetta er bara alveg "brilliant" framtak að stofna þetta og láta féð renna til heilbrigðismála.....og mikil skömm fyrir alþingi út á við.
En helsti munurinn á þessum tveimur stéttum er þessi.
Læknar eyða mörgum árum í nám en engin krafa er gerð til þingmanna
Læknar hafa eftir 8 ára nám um 400 þús.kr í laun en þingmenn hafa strax og þeir komast á þing 800 þús kr og yfir milljón fyrir utan ýmis fríðindi og byttlinga.
Læknar bera og axla ábyrgð á því sem þeir gera t.d. ef þeim verður á mistök eða sjúklingur deyr hjá þeim.Það er sama hvernig þingmenn fara með sameiginlega sjóði þjóðarinnar eða þjóðina sjálfa...þeir bera enga og axla enga ábyrgð.
Læknar vilja ekki vera hér á landi né á Landspítalanum eftir nám vegna tækjaskorts,aðstöðuleysis og lárra launa fyrir mikla vinnu. Þingmenn vilja vera sem lengt og sitja sem fastast vegna góðrar aðstöðu,góðra tækja og hárra launa ásamt ýmsum sporslum og allt án ábyrgðar.
En það er skiljanlegt að mörgu leiti að framlög til þjóðkirkjunnar séu hækkuð en ekki framlög til tækjakaupa í heilbrigðiskerfinu þar sem kirkjan þarf að fara að undirbúa sig undir mikla vinnu og gífurlegrar aukningar á athöfnum á hennar vegum......... og vegna hvers skildi það vera ? Jú vegna læknaleysis,tækjaskorts,aðstöðuleysis og fl.sem vantar í heilbrigðiskerfið núna munu sjúklingar bráðlega fara að drepast í hrönnum og þar kemur auka vinna á vegum kirkjunnar sterlega við sögu.
Og ástæðan fyrir þessu að málum heilbrigðiskerfisins skuli vera svona fyrir komið í dag..... ...jú langvarandi niðurskurður og fjársvelti í heilbrigðisrkerfinu og hin sterka "ábyrgð" fyrrverandi og núverandi þingmanna. Það er spurning hvort þeir ætli sér að axla ábyrgðina þegar sjúklingar deyja vegna tækjaskorts,aðstöðuleysis og læknaskorts á sjúkrhúsunum? Örugglega ekki!
![]() |
Sóknargjöldin renni til heilbrigðismála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2013 | 18:55
Þykist Yoko hafa vit á því?
Og hvað ætli hún hafi vit á því hjvort Jón Gnarr hafi staðið sig vel eða ekki.Fyrir það fyrsta þá brt hún ekki í Reykjavík eða hér á landi,talar ekki íslensku og les hana ekki og því lítið fylgst með borgarmálum hér almennt.
Þessi brandari er að verða fjögurra ára gamall og við þurfum ekki annan næstu fjögur árin.Þetta er lengsti brandari Reykjavíkurborgar og sennilega lengsti brandari landsins alls. Það er komið nóg.
![]() |
Yoko hvetur Jón til að halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |