Það þarf að borga sukkið og óráðsíuna.

Það þarf engan að undra að álögur hafi aukist um 440 þús.kr fyrir meðalfjölskyldu í borginni því það þarf að borga fyrir breytingar á Hofsvallagötunni og svo þarf að borga aftur fyrir breytingarnar á Hofsvallagötunni og þetta kostar nú sitt. Nú það þarf að borga fyrir regnboga litaðar gangbrautir og svo þarf að borga fyrir þær aftur og svo þarf að borga fyrir þær aftur þegar þær eru fjarlægðar í annað sinnið enda settar upp tvisvar í Laugardalnum. Svo þarf að borga fyrir að fella trén sem prýða borgina og mynda skjól í henni. Nú er hún orðin sjólsælasti blettur landsins og þá þarf að eyða 2 x 12 milljónum í að fjarlægja trén sem þó náðu að vaxa þar svo borgarbúar fái smá gjólu í stað alls lognsins.....þetta kostar allt peninga og þetta þarf að borga. Svo eru borgarbúar ða væla yfir álögum....það þarf að sýna ábyrgð í framkvæmdum og rekstri borgarinnar og þetta þarf að borga.......helst tvisvar eða oftar.
mbl.is Álögur hafa hækkað um 440 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju KSÍ...ykkur tókst það!Var við öðru að búast vegna miðasölunnar?

Það gat hver maður séð að þetta fáránlega ferli varðandi sölu á miðunum á leik Island og Króatíu biði upp á svartamarkaðsbrask. Það eru nefnilega alltaf svo margirÍslendingar tilbúnir að misnota hlutina ef þeir græða á þeim eins og núna...fara um miðja nótt,kaupa marga miða og selja þá núna á 10-20 þúsund krónur til að græða á þeim sem ekki komust að kaupa miða um miðja nótt en langar á leikinn.

KSÍ bíður uppá þetta og það er hægt því menn mæta á þessum tíma og kaupa miðana.Eins og svo oft áður vantar samstöðuna í þessa þjóð og ef menn hefðu tekið sig saman og hunsað þennan tíma á miðasölunni hefði KSÍ ekki komist upp með þetta og ekki væri verið að braska með þessa miða núna á netiu á margföldu verði

Til hamingju KSÍ....ykkur tókst það!


mbl.is Braska með miða á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband