29.9.2013 | 22:17
Það er sem sagt engu að treysta..........
Það skiptir engu máli hver á í hlut hvort það séu marg dæmdir afbrotamenn og fyrir hvað þeir hafa verið dæmdir í þessu.....það sem skiptir máli hér og verið er að fjalla um að það sé lágmarks krafa að lögreglan vinni vinnuna sína og skil af sér því sem henni ber sómasamlega og á réttan hátt.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa fyrir alla að lögreglan vinni rétt og gangi rétt frá málum sem hún fær til að fjalla um og afbrotamenn hljóta að eiga þá mannréttinda kröfu að það sé hægt að treysta lögreglunni sem á að rannsaka og fjalla um afbrotamálin í landinu.
![]() |
Aðstoðuðu í máli Annþórs og Barkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2013 | 20:34
Flott framtak hjá þeim........
Bara gott hjá henni og já þeim öllum.
Gaman að lesa þegar Íslendingum gengur vel í öðrum löndum og þessi veitingastaður er einstaklega fallegur og umhverfið við hann.Svo ekki sé minnst á sérstök staðsetning þarna í Austur Afríku.
![]() |
Íslensk gestrisni heillar í Úganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2013 | 13:44
Kvódastelpur og konur
Nýtt orð yfir kvennfólk í keppnum og stöðum......
Í framtíðinni veit engin hvort viðkomandi kona/stelpa komst inn í liðið eða fékk starfið af eigin verðleikum og getu eða bara vegna þess að hún er kona/kvenkyns og þetta er ömurlegt veganesti handa ungum stúlkum og konum í dag út á lífið.Skilaboðin eru þessi...þetta er allt í lagi það er engin krafa gerð til þín,þú þarft ekkert að standa þig í prófi eða neinu.....þú færð þetta og kemst inn af því þú ert kona........sæktu bara um starfið.
Að vita ekki hvort maður fékk starfið vegna þess að maður er var hæfast umsækjandinn heldur "bara" kona er hálf ömuleg tilhugsun.
Og hvað með lögin í landinu...er ekki bannað meðal annars samkvæmt stjórnarskrá að mismuna fólki eftir kynferði?Hvað er verið að gera þarna? Er ekki verið að láta annað kynið hafa forgang fram yfir hitt?Er ekki verið að brjóta stjórnarskrána þarna og jafnréttislögin?
Vilja virkilega ungar stúlkur og konur þetta almennt í dag?
![]() |
Komst einungis inn vegna kyns? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2013 | 13:26
Skítlegt eðli í svo mörgum..............
já það er skítlegt eðlið í mörgum manninum.Að geta framkvæmt svona og lomið svona fram við samborgara sína til þess eins að svíkja þá og fá pening segir margt um viðkomandi.
Nú eru mikilr erfiðleikar á leigumarkaðinum,húseigendur notfæra sér það(eymd og erfiðleika annarra) og hækka leiguna upp úr öllu valdi enda er húsaleiga á Íslandi löngu kominn upp fyrir öll skynsemismörk miðað við laun hins almenna launamanns og það er einmitt þetta fólk sem er á lægstu laununum og ungt fólk í námi sem er á leigumarkaðinum og húseigendur notfæra sér ástandið og maka krókinn(það er gott ða vera hjálpsamur og aðstoða samborgara sína)og svo bætist á þetta ástand skíthælarnir sem einskis svífast fyrir peninga og ljúga,stela og svíkja þetta fólk og iðrast einskis.
Já mannlegt eðli.......það getur verið ansi skítlegt í mörgum.
![]() |
Svikarar á leigumarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |