Það er svolítið sértakt finnst mér að undanfarið hefur heyrst meira í þingmönnum,formönnum félaga,fólki sem er að vinna heima hjá sér og mörgum öðrum um þungt kerfi hér á landi.AÐ kerfið hér stoppi mikið af,sé of strangt,erfitt og dýrt og komi í veg fyrir að hægt sé að gera ýmislegt sem aðrar þjóðir eru að gera og hafa gert lengi.
Jú í mörg ár hefur maður heyrt þetta frá almenningi hér á landi hversu strembið og þungkt kerfið er og skemmi svo mikið fyrir en hvað????? Og nú eru sumir þingmenn og ráðherrar farnir að tala um þetta.
Hver bjó og býr til þetta kerfi okkar...ekki er það almenningur svo mikið er víst ....er þetta erfiða og leiðinlega reglugerðar fargan hér á landi í kerfinu ekki búið til að að mestu leiti af þingmönnum og ráðherrum? Kemur þetta ekki mest frá alþingi sem og frá ráðuneytunum og opinberu stofnununum sjálfum?
Ekki verður þetta bara til svona uppá grín í einhverju herberginu eða hvað?
Einhverjir hljóta að búa þetta til og fá þetta samþykkt eða er ekki svo?
Það er löngu kominn tími á það að fara minnka þetta reglugerðar fargan um allt og alla hér á landi og fara að leifa fólkinu að njóta sín og framleiða það sem það getur heima og annað sem þa ðer og hefur verið að gera.
Við komumst af með þessar ströngu,stífi og leiðinlegu reglur áður og við komumst af með þær núna.
8.9.2013 | 21:23
Í Mjóafirði er forystuféð.........
Ég horfði á mestan hluta þáttarins í kvöld Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni þar sem hún heimsækir yngsta þingmanninn okkar hana Jóhönnu Maríu að Látrum við Mjóafjörð..........mér fannst þetta að mörgu leiti skemmtilegur þáttur og unga konan mjög skýr og ákveðin í hvað hún vildi og stefndi að í framtíðinni.......góður þáttur að mörgu leiti en mér fannst það líka klaufalegt og vona að það hafi bara verið klaufalegt hjá ungu konunni þegar hún tók það fram að forystuféð væri grannari en annað fé.
Forystuféð er grennra en annað fé enda létt á skrokkinn og fæti og miklar "fjallafálur" eins og þær hafa verið kallaðar.
Mér finnst í lagi að gerð sé krafa til þingmanna og jú bara fullorðins fólks almennt að það noti og beygi orðin rétt...sérstaklega þegar komið er fram svona opinberlega í sjónvarpi.
Ragnhildur hefði átta að gera ungu konunni greiða og klippa þetta út úr þættinum þegar hún vann hann fyrir sýningu eða sá/sú sem það gerði fyrir sjónvarpið en ekki láta þetta fara svona frá sér í útsendingu.