Fjöldi fólks á ekkert líf lengur.

Símarnir og spjaldtölvurnar eru farnar að taka svo mikinn tíma af mörgu fólki að í raun má segja að það eigi sér ekkert líf lengur.Allt snýst um símann eða tölvuna. Við morgunverðarborðið eru engar samræður lengur þar sem  annar eða báðir aðilarnir eru í tækjunum,heima í hádeginu talast fólk ekki lengur við,það bítur í sasmlokuna og hamast í tækjunum og þegar komið er heim á kvöldin eða seinnipart dags er hamast í tækjunum við matarborðið,engar samræður og ekkert samneyti við aðra.Svo er setið í sófanum og reynt að fylgjast með dagskránni í sjónvarpinu en það tekst varla vegna þess hveru báðir eða annar aðilinn er upptekinn í spjaldtölvunni eða símanum.............því miður þekkir maður mörg svona dæmi af heimilislífi í dag ef líf skildi kallast og það sem meira er,allt fer orðið á facebook hjá mörgum svo margir eiga hvorki líf né einkalíf lengur.
mbl.is Er smartsíminn að eyðileggja sambandið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband