Um 200 manns komu saman.

Um 200 manns komu saman við Hörpuna í dag til að sýna Sýrlendingum stuðning í tilefni þess að 3 ár eru liðin síðan borgarstyrjöldin hófst þar í landi með skelfilegum afleiðingum sem flestum er kunnugt um en án þess að vilja vera leiðinlegur þá  ósjálfrátt spyr maður sig að því hvað þessi samstaða 200 manns gerir fyrir þær 2,5 milljónir sem eru komnar á vergang og hafast við í flóttamannabúðum víða um lönd og hvað gera svona fundir víða um heim fyrir þær 100 þúsund manneskjur sem hafa látið lífið síðan þessi styrjöld byrjaði? Mit svar er að þetta gerir ekki neitt nema þá helst að þeim líður eitthvða betur sem mæta á svona fundi. Ekki hafa sameinuðu þjóðirnar gert neitt eða getað gert neitt að því er virðist nema jú halda hvert matarboðið og fundinn á fætur öðrum sem ekki hefur skilað neinu hingað til og á meðan er haldið áfram að murka lífið úr saklausum borgurum. Sýrlendingar þurfa aðstoð en ekki fleiri matar og fundarboð.......það hjálpar þeim ekki neitt.
mbl.is Sýna íbúum Sýrlands stuðning í verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um......

Rússar beyttu neytunarvaldi og komu í veg fyrir að kosningarnar sem boðaðar hafa verið á morgun á Krímskaga  væru ólöglegar . Kosningar þar sem þeir sjálfir hafa mikilla hagsmuna að gæta og vilja innlima skagann inní Rússland.

AÐ Rússar skuli geta beytt neytunarvaldi í máli sem þessu þar sem þeir sjálfir koma svo sterktvið  sögu sýnir manni bara enn og aftur hverslag grín og bull þetta er allt orðið og að Sameinuðu þjóðirnar eru bara kjafta og matarklúbbur fyrir þá sem aðhyllast einhvern flottræfilshátt.


mbl.is Rússar beittu neitunarvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara loka þessu.

Ósamstaðan vegna þessarar gjaldtöku er ekki að gera þetta auðveldara og skemmtilegra fyrir Íslendinga og í raun úr því landeigendur bakka ekki með þetta þá á bara að loka þessu svæði ef það ekki lengur þolir það að fólk komi þarna til að skoða. Það er hvort eð er verið að skemma ferðaþjónustuna með þessu sem alltaf er verið að tala um að sér að eflast svo mikið og að þessi þjónusta sé að verða ein mesta tekjulind þjóðarinna. Þá er stokkið af stað með dollara merki í augunum ognú skal maður verða ríkur en um leið skemma margra ára uppbyggingu.

Ég verð nú að segja það að sl.sumar fór ég með útlendinga þarna um og eins aftur nú í vetur og það er akkurat ekkert að sjá þarna ,malarstíga,ljóta kaðla hingað og þangað,bleyta um allt og svo hverirnir sem eru mislitar og djúpar skálar með misheitu vatni í og alveg hreifingar lausir fyrir utan smá pus í Strokki...............borga 600 kr fyrir að horfa á þetta?  Nei takk!


mbl.is Heimilt að loka Geysissvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband