Eimskip endurnýjar flotann

En er það ekki barn síns tíma þegar nýtt sklip kemur til landsins að kona sem er klædd skautbúningi sé stillt upp á pall,prestur sé fengin til að biðja "guð" um að blessa skipið og svo skutlar sú skautklædda kampavínsflösku í skipið um leið og því er gefið nafn:

Hvað með þá sem t.d. vinna á skipinu og eri ekki trúaðir?

Eða alla þá sem eru ekki trúaðir eða eru með aðra trú?

Var ekki búið að gefa skipinu nafn þegar það kom til hafnar?

Ég sá ekki betur en að Það væri búið að mála nafnið Lagarfoss á skipið.

Og á tímum umhverfis og náttúru verndar......hvað verður um glerið af flöskunni sem sprakk utan á skipinu og féll í sjóinn?

Er það láti liggja á hafsbotninum í höfninni eða eru kafarar sendir til að sækja það ?

Mér finnst nú að þetta stóra fyrirtæki eins og Eimskip er ætti nú að sjá sóma sinn í því að ganga betur um náttúruna og hafið.

Þeir kannski muni eftir því þegar næsta skip kemur því af fréttinni að dæma er von á fleiri skipum á næstunni vegna endurnýjunar flotans.


mbl.is Lagarfoss kominn til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband