Fylkjum liði öll saman.

Kannski þetta séu tíðindin sem munu hleypa öllu upp í íslensku þjóðfélagi eins og Völvan spáði fyrir um vegna ársins 2015?

Hver veit!

En þetta þarf að rannsaka ofan í kjölin og almenningur þarf að fylkja sér að baki Víglundar Þorsteinssonar því hann virðist einn hafa áhuga á að grafast fyrir um þetta og koma hlutunum upp á yfirborðið.

En sé þetta rétt þá þurfa bæði Jóhanna Sig. og Steingrímur J. að svara til saka og upplýsa þjóðina hvað þeim gekk til með þessu öllu.

Hefði ég eða þú gert þetta værum við örugglega sakaðir/sökuð um landráð og jú ef þetta er rétt þá eru þetta hrein landráð. Að plotta svona,ljúga og fela fyrir sinni eigin þjóð og koma mörg hundruð milljörðum á bakið á henni eru ekkert annað en landráð og á að dæma eftir slíku.Með þessum gjörningi missti margt fólk allt sitt og húsnæðið líka.

Þúsundir gáfust upp og fluttu til annarra landa og sér ekki fyrir endann á því ennþá því enn eru áhrifa af hruninu að koma fram hjá fólki og fólk sem gat þraukað er búið ða gefast upp núna.

Það var ekki nóg að það átti að troða Icesafe reikningunum ofan í kokið á þjóðinni heldur er plottað gegn henni vegna bankanna og hrægammasjóða líka.

Það er löngu kominn tími til að fríska uppá og dusta rikið af "Helvítis fokking fokk" skiltunum og mæta niður á Austurvöll......við eigum ekki að láta bjóða okkur uppá þetta sukk,spillingu,viðbjóð og lýgi lengur.


mbl.is Stórfelld svik og blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum þakklát.........

Staða heimilanna er núna í byrjun árs eins ogh hún var árið 2007 fyrir bankahrunið.

Þetta getur þjóðin verið þakklát fyrir...þakklát bönkunum,þakklát mörgum stjórnvöldum í gegnum tíðina,þakklát fyrir sukkið,þakklát fyrir spillinguna og óráðsíuna til langs tíma.

Og ekki síst þakklát Jóhönnu Sig. og Steimngrími j. fyrir að selja veiðileifi á sína eigin þjóð til hrægammasjóða,erlendra eigenda bankanna og fleiri.

Allt þetta fólk er og var hátt launað með allskonar fríðindi og bitlinga í skjóli ábygðar ef að var spurt.

Við sjáum svo hvar ábyrgðin var þegar upp er staðið.

J´+u þj´+oðin má drjúpa höfði og vera Þakklát fyrir að eiga svona góða að.


mbl.is Staða heimilanna líkt og fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er maðal annars ein af ástæðunum......

Þetta er meðal annars ein af ástæðunum afhverju heimurinn sem við búum við í dag er eins og hann er. Hundruðir milljóna manna þarf að lifa við að svona vitleysingjar fara með völdin,ráði og stjórni og heimsbyggðin líður fyrir það.


mbl.is Vitnaði í biblíuna gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband