28.1.2016 | 23:20
Hið opinbera er sínu verst í þessu
Eitt er t.d. sem einkennir íslenskt samfélag og það er þessi sífellda spurning og ofnotkun á kennitölu fólks. Það er alveg sama hver maður fer orðið í dag allstaðar er beðið um kennitölu.
Ef þú ætlar að leggja inná þinn eigin bankareikning þarftu að gefa upp kennitöluna þína og ef þú ætlar að leggja inná bankareikning annars einstaklings þarftu líka að gefa upp kennitöluna.........til hvers?
Afhverju þarf ég að gefa upp kennitöluna mína þegar ég leggi peninga inná minn eigin bankareikning t.d.
Maður er í sífellu að segja upphátt í röðum við kassa í verslunum og fyrirtækjum kennitöluna sína svo allir í kring geti hlustað og jafnvel lagt hana á minnið.
Fer ekki öryggið varðandi kennitöluna að dvína mikið við þetta?
![]() |
Stærsta lygin í samfélagi nútímans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |