27.apríl framundan........kosningar.

Reglulega erum við það "sæmileqa" vel gefin að okkur er treyst til að mæta á kjörstað og kjósa en þess á milli erum við svo vitlaus að það þarf að hafa vit fyrir okkur eins og við heyrum og sjáum á ýmsu sem tekið er fyrir á alþingi og í bæjar og borgarstjórnum.....þar er allt gáfaða fólkið sem hugsar svo vel fyrir okkur hin það er að segja "vitleysingjana"                                                                                                                                                   Venjulega erum við svona "vel gefin" einu sinni á ári í 3 ár en fjórða árið eru engar kosningar og erum við þá alveg "dööööööö"                                                                                                              En nú fer að koma að einum kosningum enn,kosningum með fullt af loforðum sem ekki verður staðið við eins og venjulega og oftast nær er því borið við að  ekki var hægt að koma hinu og þessu að vegna samstarfsflokksins/flokkanna..........og þjóðin lærir aldrei neitt.......stór hluti af henni mætir aftur og aftur á kjörstað og kýs alltaf það sama......sama hversu mikið og oft búið er að ljúga að henni.....alltaf kaupir fólkið loforðin aftur og aftur nú eða ný loforð sem svo svikin verða.                     Það sem vantar hér á landi allavega einu sinni svona til prufu er að það komist EINN flokkur til valda og aðeins EINN en ekki tveir eða þrír saman í eina stjórn eins og venjan er.                                 Væri einn flokkur við völd þá gæti hann ekki svikið loforðin með þeirri afsökun að samstarfsflokkurinn hafi verið á móti hinu og þessu sem gera átti og var búið að lofa að yrði gert en yfirleitt er það skýringin sem gefin er fyrir sviknu loforðunum.                                                                                Það er nefnilega ekki eins og það sé verið að kjósa til lífstíðar heldur er bara verið að kjósa til fjögurra ára í einu og standi viðkomandi flokkur sig ekki þá yrði hann bara kosinn burt eftir þessi fjögur ár enda tækifærið búið sem hann fékk en nei þjóðin getur ekki komið sér saman um þetta og myndað samstöðu einu sinni svona til prufu og sjálfs síns vegna.                                                                                                                                                         Þess vegna er nú margt svona í dag eins og það er í þessu þjóðfélagi.                                            En þjóðin þyrfti að prófa þetta svona þó ekki væri nema einu sinni,hún hefði engu að tapa.           Það hefur marg sýnt sig að flokkunum semur ekki á þingi og fólkinu innan flokkanna semur ekki heldur og málefnin sitja á hakanum og tíminn fer í gagnlaust karp og þras.                                                                                                                                                            Og í stað þess að fólk eigi von um breytingar þá á nú heldur betur að bæta á ruglið sem var nú nóg fyrir og er nú hvert nýja framboðið á fætur öðru kynnt til leiks.......til að dreyfa atkvæðunum enn meira en annars yrði, minnka vægi þeirra og auka á ruglið eins og það hefi ekki verið nóg fyrir.                                                                                                                                                           Ég veit hvað ég ætla að gera þann 27.apríl n.k.

Ég ætla að vera heima.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband