Hvers vegna ættum við að hlusta og trúa núna?

Já hvers vegna? Hvað er merkilegra eða meira við kosningarloforðin núna en þau sem hafa verið gefin áður...og voru svikin.

Við síðustu kosningar varð mikil endurnýjun á þingi og ef ég man rétt komu 21 nýjir þingmenn til sögunnar af 63 eða rétt um 1/3 af þingmönnum var endurnýjaður.

Hvar er þetta nýja fólk?

Hvar hefur það verið?

Og hvað hefur það haft fram að færa sl.4 ár?

Sl.vetur þá skoðaði ég oft textavarpið á morgnana í sjónvarpinu svona til að sjá fréttir,veður og færð og svo byrjaði útsending frá þinginu minnir mig um kl 10.

Oft þegar myndavélin rann yfir þingsalinn þá sá maður oft á tíðum andlit í salnum sem maður kannaðist ekkert við,hafði aldrei séð þetta andlit áður,aldrei séð eða heyrt frá þessari manneskju í ræðustól og yfir höfuð ekki orðið var við viðkomandi fyrr.

Er þetta nýjja fólkið sem komst inná þing eftir síðustu kosningar og ætlaði að breyta öllu hér til betri vegar? Hefur það virkilega ekki haft neitt fram að færa öll þessi 4 ár þarna niður frá annað en að vera áskrifendur að laununum sínum?

Ég sá heilsíðu í blaði um daginn þar sem var auglýsing frá einu framboðinu hér fyrir kosningarnar þann 27.apríl n.k. Þarna voru mörg andlit af nýju fólki,andlit sem ég þekkti ekkert og hef aldrei séð fyrr en þarna.

Afhverju skildi ég treysta því að þetta fólk breyti einhverju í þessu þjóðfélagi sem kemur fólkinu í landinu til góða ef það kemst á koppinn eða ríkisspenann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband