4.4.2013 | 23:11
Hefur fólk ekkert að gera.........?
Hvernig er það með nútíma manninn.......hefur hann ekkert að gera allan daginn?
Á markaðinn ryðjast nú þessi síðustu misserin og alltaf bætist nýtt við símar þar sem í eru öflugar myndbandsvélar,myndavélar,spjallrási,netið,tölvupósturinn,leikir og margt fl. Fólk getur gert orðið næstum allt í þessum símum,farið á netið,sent skilaboð,skrifað á facebook,farið í heimabankann ,borgað t.d.reikninga og millfært,leikið sér,tekið myndir,tekið myndbönd og bara nefnið það............en hvað? Hvernig er hægt að notfæra sér alla þessa möguleika þegar fólk t.d. er í fullri vinnu,þarf t.d.að sækja börn í skóla,frístundir,leikskóla,elda og sinna heimilinu að loknum vinnudegi og margt annað sem gera þarf í lífinu .......eða hefur fólk ekkert að gera í dag en að leika sér í símanum frá morgni til kvölds? Hafa t.d. vinnuveitendur athugað hvað fólk er t.d. að gera á daginn í vinnunni? Er það kannski upptekið í símanum? Allsstaðar þar sem maður fer um í dag er fólk í símanum...inní verslunum,úti á götu,í bílnum og bara allsstaðar. Hitti maður gamlan kunningja á förnum vegi,kunningja sem maður hefur ekki hitt í mörg ár kannski þá er samntalið oftast mjög stutt og mjög endasleppt,kannski bara nýbúið að segja sæll eða sæl,hvað er að frétta af þér?...... því í miðjum eða NÝBYRJUÐUM samræðum hringir síminn og það má hvorki bíða með að svara eða sleppa því og bara hringja í viðkomandi seinna....nei nei það getur eitthvað alvarlegt gerst:) Síminn gengur orðið fyrir öllu og er númer 1,2 og 3. Þetta símafargan á stórum hluta af þjóðinni er nú löngu orðin della eins og svo margt annað vill verða hér og er......fólk hér virðist almennt missa tökin á öllu sem það hefur þegar fram líða stundirog síminn er engin undantekning þar á ,hann virðist hafa orðið forgang fyrir öllu eða flest öllu hjá fólki í dag.
Síminn verður heimili Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.