Mér finnst þetta ómerkileg vinnubrögð...........

Að koma á staði þar sem vitað er að eitthvað er um að vera í nokkrum bílum og á nokkrum hjólum til þess eins að sekta fólk og komast yfir sem flesta á sem stystum tíma finnst mér ekki vewra merkileg vinnubrögð og ekki til að vekja traust á lögreglunni..........þetta hafa þeir oft gert áður og skemmst er að minnast svipaðra vinnubragða þegar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn fyrr í vetur í Laugardalshöllinni.........hefði nú ekki verið nær að einhverjir af þessum mönnum hefðu nú verið við almennt eftirlit fyrir almenna borgara í stað þess að koma svona aftan að þeim?
mbl.is Sektuðu gesti í gríð og erg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Á hvaða hátt er verið að koma aftan að þessu fólki? Ef einstaklingur leggur ólöglega þá má sá hinn sami búast við því að fá sekt fyrir vikið. Tilgangurinn með þessu er vissulega að ná sem flestum og ekkert óeðlilegt við það.
Staðreyndin er að í langflestum tilfellum leggur fólk ólöglega eingöngu til að komast hjá því að þurfa labba of langt. Sbr. Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem þú minnist á, sem og vinsæla fótboltaleiki á sama svæði, þar sem eru nóg af bílastæðum, bara ekki öll við innganginn að höllinni.

Bergþór Heimir Þórðarson, 6.4.2013 kl. 12:14

2 Smámynd: Júlíus Már Baldursson

ég kalla það að koma aftan að fólki þegar svona er gert.

Það hefðu örugglega ekki verið 3 lögreglubílar þarna og 3 mótorhjól ef þessi atburður eða eitthvað annað hefði ekki verið þarna........að renna þarna á mörgum ökutækljum frá lögreglunni bara í þeirri von um að ná inn pening í ríkiskassann af því það er eitthvað um að vera þarna kalla ég að koma aftan að fólki.

Júlíus Már Baldursson, 6.4.2013 kl. 14:15

3 Smámynd: Tómas

Það er góð ástæða fyrir því að þessi lög eru til staðar. Hvað ef einhver lagði fyrir gangbraut, sem neyðir vegfarendur, mögulega börn, til að ganga á götunni og skapa þannig aukna hættu. Hvað ef einhver lagði fyrir framan brunahana, eða ef einhver lokaði leið sem sjúkrabíll gæti þurft að nota til að komast leiða sinna?

Fólk á að virða lögin, ef það gerir það ekki, þá má það búast við sekt. Það er nú bara svona einfalt. Það er allt í lagi að gera svona rassíur, því fólk virðist almennt eiga erfitt með að fylgja umferðareglunum - einmitt sbr. aðra landsleiki og umræddan landsfund.

Tómas, 6.4.2013 kl. 16:05

4 identicon

Koma aftan að fólki? Hvaða bull er þetta í þér Júlíus. Til hvers eru lögin? Eru sjálfstæðismenn svo dæmi sé tekið hafðir yfir lög? Íslendingar eiga bara að fara eftir lögum; ég, þú sem og aðrir. Málið er ekki flóknara en svo.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 16:12

5 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Þetta er gott framtak lögreglunnar. Það á að fara eftir reglum. Ekki bara hafa reglur til hliðsjónar.

Við Víkingsheimilið í Fossvogi er nýbúið að fjölga bílastæðum til muna. Það er nóg af bílastæðum í Laugardalnum.

Kjartan R Guðmundsson, 6.4.2013 kl. 16:56

6 identicon

þetta er nú fullmikil refsigleði ef það eru komnir 2 löggubílar og 1 mótorhjól til þess að þeir nái örugglega að sekta sem flesta áður en fólk drífur sig út til að færa bílana. Síðan er heill hópur af fólki hér sem er að virðist bara vera ánægt með að fólk sé sektað. Það er alvarlegur siðferðisbrestur að gleðjast yfir óförum annara. Mín reynsla af lögreglumönnum á íslandi er að þeir eru ekki merkilegur pappír, upp til hópa.

maggi220 (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 17:23

7 identicon

Það er nákvæmlega enginn að gleðjast hér yfir óförum annarra. Enda er þetta sjálfskaparvíti og ekkert til að hafa samúð með eða gleðjast yfir. Það er hins vegar siðferðisbrestur að taka ekki á svona vanda. Lögreglumenn er eins misjafnir og þeir eru margir býst ég við.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 17:34

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Er það ekki bara eðlilegt að lögreglan reyni að sekta sem flesta? Þá læra kannski sem flestir af mistökum sínum, í stað þess að lögreglan sekti bara tvo fyrir það sem margir tugi manna gerðu.

Lögreglan er ekkert að koma aftan að fólki með þessu framtaki. Það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan bregðist við lögbroti, enda eru margar mjög góðar ástæður fyrir því að lögin eru á þennan veg, og gróðafíkn lögreglunnar er ekki ein þeirra. Fólk veit alveg að það á ekki að leggja ólöglega.

Ef reynsla einhverra einstaklinga af lögreglunni á Íslandi er svona slæm, þá segir það kannski meira um þessa einstaklinga en lögregluna..

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.4.2013 kl. 17:38

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er sammála þér Júlíus og gott betur. Svona vinnubrögð minna á starfsaðferðir skipulegra glæpasamtaka, það er að féflétta fólk fyrir ekki neitt. Reglur eru reglur og þær ber að virða með tillitsemi við náungann. Þegar stæðstu skipulegu glæpasamtök lýðveldisins eru farin að snúa út úr þeim gildum sér til tekju öflunar hefur tilgangur þeirra snúist upp í andhverfu andskotans. Hvenær fáum við svo fréttir af því að lögregla hafi hafið fjölda sektir við fermingar, jarðafarir og gert jafnvel líkfylgdir af ómældri tekjulind ríkissjóðs?

Magnús Sigurðsson, 7.4.2013 kl. 06:13

10 identicon

sammàla, þegar stór hópur manna brýtur lög og reglur à sama stað er það skammarlegt að koma à staðinn með hóp lögregluþjóna og framfylgja lögum.... Er mönnum ekkert heilagt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 13:17

11 Smámynd: Friðrik Ingvi Jóhannsson

Bílastæðasjóður Reykjavíkur sér um innheimtu allra sekta fyrir stöðubrot á höfðuðborgarsvæðinu. Þekki það ekki hvort sektirnar fyrir stöðubrot utan Reykjavíkur renna til viðkomandi sveitarfélags.

Magnús Sigurðsson. Líkfylgdir njóta ákveðinna réttinda og friðhelgi skv. umferðarlögum.

Þetta er ágætur vettvangur til að upplýsa fólk um andfélagsleg og fordómafull viðhorf, en fésbókin er betri.

Friðrik Ingvi Jóhannsson, 7.4.2013 kl. 13:42

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fasisminn mættur á fimleikasýningu í félsgsheimilinu. Friðrik ertu að ritskoða bloggið?

Magnús Sigurðsson, 7.4.2013 kl. 15:24

13 identicon

Já alveg merkilegt hvað birstast margir harðlínumenn sem heimta blóð og eru algerlega gersneyddir samúð og láta svo sem það sé alltaf gott og gilt þegar að öðrum er refsað því þeir sjálfir séu svo heilagir að þeir geri aldrei neitt rangt, svo algerlega syndlausir að þeim sér óhætt að kasta fyrsta steininum og síðan öðrum og öðrum.

Lög eru gerð til þess að vernda okkur frá því að fólk sé að brjóta á okkur. Þessi lög um það hvar má leggja eru til þess að fólk sé ekki að leggja þar sem það skapar óþægindi eða hættu fyrir aðra og það er í raun "andi" þessara laga. "Með lögum skal land byggja en ólögum eyða", lög eru orðin ólög þegar að þau eru farin að gera meira ógagn en gagn. Þegar þau eru farinn að gera meira af því að refsa fólki fyrir litlar yfirsjónir miðað við það gagn sem þeim var ætlað þ.e.a.s. að vernda. Og í því samhengi er hægt að nefna ósanngjörn lög gagnvart blökkufólki í bandaríkjunum og S-Afríku fyrir nokkrum áratugum. Og ýmsir myndu líka nefna stríðið gegn fíkniefnum. Stundum þegar að dæmt er í málum, er ekki skýrt hver sé í rétti og er þá reynt að túlka hver "andi laganna" er. Þá væri t.d. mögulega hægt að mótmæla svona sekt á þeim grundvelli að ef fatlaður maður ætti erfitt með að ganga mikið, og öll fötluðu stæðin væru upptekin, að hann myndi leggja pent á stað þar sem hann er ekki að trufla umferð eða valda öðrum óþægindum, - Þó svo hann væri ekki að leggja í merkt stæði.

Það eru til lönd eins og Singapoore þar sem fólk fær háa sekt fyrir að hrækja tyggjói á gangstéttina og ferðamenn sem eru staðnir að því að reykja eina jónu gætu lent í margra ára fangelsi. Smá Heróínskammtur gæti orðið að dauðarefsingu. Kanski sumt fólkið sem er að commenta hér fyrir ofan dreymi um að búa í slíku landi, ég hvet það þá líka eindregið til að flytja til Singapoore, ég persónulega, væri dauðfeginn við að losna við ykkur. Hvernig haldið þið að það væri ef að í hvert skipti sem þið settuð ekki belti á ykkur áður en keyrt er af stað eða gleymduð óvart inhverju smáatriði í umferðinni væruð þið alltaf umsvifalaust sektuð 'med den samme'. Að börnin ykkar væru dregin fyrir dóm og fengju himinháar sektir fyrir að hala niður einum þætti af internetinu án þess að borga fyrir það. Strangt til tekið máttu ekki taka upp efni á spólur heima hjá þér ef það er höfundavarið, þér er ekki leyfilegt að spila lög eftir aðra á gítar í vinnustaðapartíi eða hafa kveikt á útvarpi inná vinnustað án þess að borga Stefi fyrir það. Þar að auki er Ísland með einhver ströngustu Fánalög í heimi: Íslenski fáninn má aldrei snerta jörðina og verður að vera brotinn saman á afar sérstakan og vandaðan hátt. En það er til hugtak sem heitir "hófsemi" og líka annað sem er kallað hinn "gullni meðalvegur", enn annað hugtak er kallað "sanngirni". Og meira að segja einstaka lögreglumaður sér stundum gegnum fingur sér þegar að það liggur í eðli málsins að það er ekki illur hugur eða mikill brotavilji/skaði fyrir hendi. Í fréttinni segir orðrétt:

"Vegna skorts á bílastæðum lögðu gestir gjarnan upp á graseyjar eða annars staðar þar sem þeir töldu sig koma því við."

Það er er þessvegna ekki vegna illsku eða leti sem að fólk leggur ekki í stæði. Þegar það er kalt í veðri og þú ert með lítil börn eða mikið dót með þér, þá villtu helst leggja sem næst svo þú þurfir ekki að labba langt. Ég þekki vel til á þessu svæði og sá staður þar sem verið er að sekta á myndinni er ekki einu sinn það nálægt Íþróttahúsinu einnig eru ekki mörg önnur lögleg svæði þar sem hægt er að leggja í nágrenninu.

Við getum alveg ýmindað okkur að þar sem þarna var ekki bara körfuboltaleikur heldur líka fimleikamót að þá hafi verið mikið af barnafólki þar. Það er margt fjölskyldufólk á Íslandi í dag sem á varla peninga fyrir mat handa börnunum sínum svo það munar svo sannarlega um 5000kr. Ég skil alveg að lögreglan sekti fólk sem er að teppa umferð,skapa hættu, eða leggur ólöglega þegar sýnilega er nóg af lausum bílastæðum stutt frá. En að kalla út liðsauka til þess að sekta fjölskyldufólk sem er með börnin sín á fimleikamóti og lagði uppá kant afþví Garðabær getur ekki drattast til að skaffa næg stæði við Íþróttahúsin sín, heitir á Íslensku "að beita offorsi", og þar er verið að misnota lögin.

Alveg eins og líkfylgd fær áhveðnar undanþágur frá umferðarlögunum (eins og einhver minntist á hér að ofan), þá ætti að vera í gildi undanþága þegar að svona staða kemur upp í sambandi við Íþróttamót barna.

Vandinn á bakvið þetta, er skilningsleysi og skortur á samkennd, þ.e.a.s. skortur/vanþroski á því að finna til með öðrum og geta sett sig í spor annara. En það er jú einmitt landlægur vandi sem maður verður oft var við hjá fólki sem hefur vald yfir öðrum (lögreglan) eða á bloggum og commentakerfum þar sem ákveðin hóphegðun myndast og það hafa verið gerðar rannsóknir á því erlendis, þar sem tveimur hópum af "venjulegu" fólki var komið fyrir í fangelsi. Annar hópurinn var látinn í hlutverk fangavarða en hinn í hlutverk fanga. Áður en langt um leið var fangavarðahópurinn farinn að sýna ákveðna sadista tilburði við hinn hópinn. Að vera kominn í þessa stöðu "triggeraði" einhverja eigingjarnar drottnunarhvatir hjá fangavarðahópnum en þetta er eitthvað sem á skylt við hjarð-eðli og múgæsingu. (sjá "wikipedia/groupthink")

Einnig muna eflaust margir eftir hryllilegum fréttamyndum frá Kína m.a. þar sem ekið er á stúlkubarn og fjöldi fólks gegnur framhjá án þess að hjálpa. Það hafa svo verið gerðar rannsóknir þar sem þeir hafa sviðsett svona hluti og beðið álengdar til þess að sjá hversu margir gengu framhjá án þess að hjálpa. Niðurstöðurnar voru þær að eftir því sem fjölmennari og þéttbýlli staðirnir voru, því fleiri manneskjur gengu framhjá. Og þó Reykjavík sé ekki stærri þá sér maður að skeytingaleysi í garð náungans er þó talsvert. Hvort það sé afleiðing úrkynjunar á erfðaefni vegna innræktunar, eða afleiðing Vestrænnar menningar skal ég ekki segja allavega er þetta mjög alvarlegt mál.

En það er alltaf auðveldara að sjá flísina í auga náungans, en bjálkann í manns eigin. Enn merkilegra að fólk skuli ekki ennþá vera búið að átta sig á þessum sannindum, þar sem búið er að benda á þetta víða munnlega og í rituðu máli í á annað þúsund ár í bók sem hefur verið gefin út í frekar mörgum eintökum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir í sambandi við svar þitt við gagnrýni minni á lögregluna, þar segir þú:

"Ef reynsla einhverra einstaklinga af lögreglunni á Íslandi er svona slæm, þá segir það kannski meira um þessa einstaklinga en lögregluna.."

Þetta heitir á fræðimálinu "Ad Hominem" en er á Íslensku kallað "persónuárásir" eða "skítkast" og er þjóðaríþrótt á Íslandi, gjarnan notuð þegar fólk hefur ekki lengur rök, máli sínu til stuðnings en ég ætla ekki að láta draga mig niður á það plan. Enda held ég að þú hefðir ekki gaman af því ef ég færi segja við þig að þú hétir asnalegu nafni eða litir asnalega út eða eitthvað álíka.

Ég get hinsvegar bent þér á ansi góða klippu úr grínþætti þar sem þessi hegðun er tekin algerlega útyfir öll velsæmismörk, þú gætir þá allavega lært eitthvað af því. Enda segi ég að ef þú ætlar á annað borð að gera eitthvað, gerðu það þá almennilega, eða í þessu tilviki, like a pro..

http://www.youtube.com/watch?v=Fu9vR2XdprA

maggi220 (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband