6.4.2013 | 10:01
Getum við bæði byggt upp og brotið niður?
Varla líður sú vika að ekki sé verið að fjalla um i fjölmiðlum um aukningu á ferðamönnum hingað til lands og hversu mikið þeir skilja eftir sig til þjóðarbúsins. Spár eru birtar um aukningu næstu árin og plön í gangi hvernig eigi að mæta þessari aukningu og taka á móti auknum ferðamannastraumi. En um leið er svo verið að taka upp allskonar gjöld sem ekki voru til áður og í umræðunni hafa verið uppi hugmyndir af meiri og önnur gjöldum fyrir hitt og þetta sem nota á til uppbyggingar á vinsælum ferðamannastöðum........en við getum ekki bæði haldið og sleppt...við aukum ekki ferðamanastrauminn hingað til lands,lands sem er mjög dýrt og tökum um leið upp allskonar gjöld af fólkinu á stöðum þar sem það vill skoða og taka myndir. Nóg annað þarf ferðamaðurinn að borga meðan henn er hér í nokkra daga vegna dýrtíðar á öllu hér........gisting,matur,bílaleigubíll eða langferðabíll og fl.er til þarf. Bara það eitt sem var í fréttum um daginn þegar Bláa Lónið fór að taka upp gjald fyrir það eitt að heimsækja staðinn og skoða hann...gjald uppá um 1600 ísl.kr. Ég held að með þessari ákvörðun munu verða mun færri ferðamenn sem heimsækja Bláa Lónið en ella hefðu gert og svo verður víða um land þegar fram í sækir.
Rukkað fyrir kvikmyndun á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.