Fleiri frambjóðendur dæmdir - meðal annars fyrir líkamsárás

Fyrirsögn fréttar af Vísi.is en þar er verið að fjalla um frambjóðendur á listunum fyrir næstu kosningar.En afhverju er verið að velta sér uppúr þessu núna? Afhverju hefur þetta þá ekki verið gert áður?Mér finnst þetta svona bera keim af "ekki fréttum" eða eins og það sé verið að koma af stað einhverjum nornaveiðum til að sverta mannorð þeirra sem í framboði eru og hefur orðið á í lífinu...sumt eru nú bara sektir,ökuleifismissir og fl.í þeim dúr...ef þessi þjóð er orðin svona heilög að hún þoli ekki slíkt og slíka einstaklinga á þingi þá fer að verða úr vöndu að ráða fyrir henni held ég og með þessu framhaldi verður enginn kjörgengur í landinu í framtíðinni....í það minnsta afskaplega fáir.

Mér hefur nú heldur ekki sýnst að þjóðin hafi haft mikinn metnað fyrir þeim sem á þing hafa farið og eru á þingi því svo virðist sem hver og einn geti gefið kost á sér og komist á þing og æðstu embættismenn þjóðarinnar þurf ekki að kunna eitt eða neitt en samt rekið og borið ábyrgð á heilu þjóðfélagi algjörlega reynslulausir.

Kannski ekki nema von að allt er eins og það er hér á landi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband