Ætlaði kirkjan ekki að fara að spara?

Er nú ekki hægt að nota kirkjurnar saman á milli hverfa í þéttbýlisstöðunum.......þurfa endilega að vera kirkjur í hverri einustu sókn?

Allt kostar þetta peninga,marga tugi milljónma að byggja þetta sem og að reka þetta.

Út um allt land standa í dag kirkjur sem lítið eða ekkert eru notaðar eftir sameiningar sveitafélaga.Hvað kostar það okkur að halda þessu við,mála þetta að utan og innan,hita þetta upp með rándýru rafmagni og lýsa þetta upp að utan í skammdeginu.Gæti kirkjan ekki notað peningana sem spöruðust af því að leggja eitthvað af þessu af í eitthvað þarfara og betra?  Afhverju ekki að nota sumar af þessum litlu fallegu sveitakirkjum t.d. sem kannski er orðið messað í einu sinni á ári í eitthvað gagnlegt eins og að leigja þær út,sá sem leigir þær borgar hita og viðhald og peningarnir sem kæmu inn fyrir leiguna færu í hjálparstarf kirkjunnar þar sem þörf er fyrir það. Kirkjan myndi aftur á móti skapa  eitthvað skemmtilegt í viðkomandi sveit eins og t.d. markað,kaffihús,safn eða eitthvað annað skemmtilegt til að auka á fjölbreytnina fyrir íbúana og ferðamenn.Eigur viðkomandi kirkju gætu svo bara verið varðveittar á sérstöku kirkjusafni þar sem þær eru merktar viðkomandi sókn og kirkju.

Mætti vel athuga þetta?


mbl.is Fengu lóð undir nýja kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Yfir 5milljarða árlega

Hans Jörgen Hansen, 22.4.2013 kl. 17:26

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kirjan þarf ekkert að spara - hún notar okkar peninga

Rafn Guðmundsson, 22.4.2013 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband