28.4.2013 | 13:40
Hver útskrifaði manninn?
Mér finnst það nú ekki meðmæli með þeim er útskrifar svona veikan einstakling og ábyrgðarhluti að hleypa svona veikum manni eftirlitslausum út í lífið,manni sem er hættulegur fólkinu sem um göturnar fara. Sá sem útskrifar svona veikan einstakling og hleypir honum eftirlitslausum út í þjóðfélagið er nú varla starfi sínu vaxinn eða hvað?
Hnífurinn fannst í fjörunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er góð spurning hjá þér Júlíus, ég er hræddur um að það sé orðið verulega tímabært fyrir heilbrigðisyfirvöld að breyta verulega um stefnu varðandi geðsjúka, þetta virkar á mann eins og að erfiðir einstaklingar séu útskrifaðir til að losna við þá og sama er uppi á teningnum þegar geðsjúk manneskja sem hefur verið úrskurðuð ósakhæf er í kjölfar einhverrar uppákomu á geðdeild skyndilega úrskurðuð sakhæf, svona bara til að losna við hana yfir í fangelsi þar sem hún á alls ekki heima.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 16:54
já mér finnst þetrta vera virkilega umhugsunarvert Kristján.
Er þér og þínu fólki áhætt á götunum í dag.Getur þú t.d. farið óhræddur í kvöldgöngu með maka þínum,barni,vini eða hverjum sem er án þess að eiga það á hættu að vopnaður veikur einstaklingur veitist að þér og þínum? Þetta er bara orðin spurning um hvernig þetta er? Hvað eru margir andlega vanheilir einstaklingar lausir úti í þjóðfélaginu í dag án eftirlits og án lyfja?...einstaklingar sem ættu að vera á viðeigandi stofnum og fá þá aðstoð sem þeir svo sannarlega þurfa á að halda............og við hin getum þá verið örugg úti í þjóðfélaginu.
Júlíus Már Baldursson, 28.4.2013 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.