Fólk er orðið þreytt og leitt á þessu.

Ég held að fólk sé bæði orði þreytt og leitt á þessum stjórnmálum og það er sjálfum stjórnmálamönnunum að kenna hvernig komið er og held ég að þetta muni bara versna með árunum.Lengi hefur verið minnst á að stjórnmálamenn víða um heim hafi orðið áhyggjur á því hvað almenningur sé orðin áhugalaus og hve kosningaþátttaka almennings  sé orðin dræm. En það er má segja vel skiljanlegt,fólk hefur misst áhugann,trúna,traustið og vonina um að nokkuð muni breytast eða lagast.Argaþras á þinginu,stór orð látin falla,gæluverkefni einstakra þingmanna hafa forgang og  í þetta er stórum tíma eytt en ekki unnið úr eða tekið á þeim málum sem skipta máli og liggur á þjóðinni.Þingmenn geta því sjálfum sér um kennt slæma þátttöku í kosningum og áhugaleysi kjósenda.

Á kosningaskrá fyrir nýafstaðnar kosningar voru  237.957 manns....auðir seðlar voru 4217,ógildir voru 585 og það voru 193.792 sem kusu samkvæmt talningu. Það voru sem sagt 39.363 kjósendur sem sáu ekki ástæðu til að mæta og kjósa í þessum kosningum og athugið að það voru 12% þeirra sem kusu sem eyddi atkvæðinu sínu má segja út í loftið með því að kjósa öll litlu framboðin sem komu ekki einum einasta manni inná þing..............þar eru mörg þúsundin sem fóru forgörðum í viðbót við öll hin atkvæðin.Skildi þetta nú ekki gefa þingmönnum tilefni til að fara hugsa sinn gang?


mbl.is Mesta kjörsóknin í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband