Getum við virkilega ekki gert betur en þetta?

Það er skömm að þessu finnst mér......að bláfátækir útlendingar skuli vera hér í reiðileysi á götunni án húsaskjóls og matar......er kefið okkar virkilega svona kalt og ómanneskjulegt að það skuli ekki vera hægt að hýsa og fæða nokkra fátæka útlendinga sem hingað eru komnir á kannski fölskum forsendum eða í það minnsta vegna rangra upplýsinga um land og þjóð?
mbl.is Fátækt fólk í hrakningum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Júlíus Már. Ég rakst á þetta blessaða fátæka fólk í gær. Mér fannst ég jafn vanmáttug, eins og þegar ég sé heimilislausa og útskúfaða íslendinga í reiðileysi á götum borgarinnar.

Helkuldi kerfisins er, og hefur alla tíð verið verri, en næðingurinn í köldu vetrarloftinu.

Hvert er hlutverk innanríkisráðuneytisins og útlendingastofnunar í raun á Íslandi?

Þarna sáu gangandi vegfarendur Reykjavíkur hvernig EES og ESB virkar í raun. Rúmenía er í ESB.

Ég bendi heimildarmanni þessarar fréttar, sagnfræðingnum Stefáni, á þá staðreynd að þetta fólk kom hingað frá Noregi. Er þetta einhver sýningar-pyntingasamningur á milli norskra og íslenskra stjórnvalda? Norræn velferð?

Er ekkert landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli og strandlengjunni hringinn í kringum mafíueyjuna Ísland? Hverjir standa fyrir svona svívirðilegum innflutningi á fátæku fólki, og hvers vegna?

Í guðs almáttugs bænum, hjálpið í það minnsta þessari gömlu og sviknu konu, með útslitnu og vinnulúnu hendurnar.

Þið sem hafið valdið!

Þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm fyrir svikna fátæklinga, sem eru heimilislausir, og á ábyrgð íslenskra stjórnvalda.

Mikil er hjartafátækt þeirra sem ganga hiklaust fram hjá sveltandi og útskúfuðu fólki, án þess að reyna að hjálpa.

Hvað varð um sannkristnina og samfélagsábyrgðina? Var ekki talað um miskunnsama samverjan í einhverjum biblíuritum? Var miskunnsemin bara uppá punt, í ritsafni hinna "heilögu"?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2013 kl. 15:43

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er þetta kannski planað leikrit og sýnishorn af þrælahaldi, sem bíður Evrópu-búa? Var ekki 1. maí í gær? Frídagur verkafólks?

Í ESB þarf ekki að virða launakjör verkafólks. Verkalýðshreyfingar verða valdalausar, og lagðar niður í sinni upprunalegu mynd, af ESB-elítunni. Þeim hreyfingum verður breytt í þrælasvipu-hreyfingar EES-ESB elítunnar.

Það er kominn tími til að vakna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2013 kl. 15:59

3 Smámynd: Júlíus Már Baldursson

er alveg sammála þér Anna Sigríður og þessu þarf að breyta.Það er hægt ef vilji er fyrir því en að því slepptu,ég hefði ekki horft uppá þetta fólki svangt á götunni ef ég hefði hitt á það....hefði allavega farið inní næstu verslun og keypt brauð,mjólk og eithvað fl.og gefið því að borða við næsta bekk/borð...þó ekki hefði verið annað.

Það hlýtur að vera betra að fá einhverja næringu í kalsanum en enga .........og það á enginn að þurfa að vera svangur á íslandi árið 2013...við hendum mörgum tonnum af mat á hverju ári.

Mér finnst bara orðinn virkileg skömm að þessu þjóðfélagi okkar á margan hátt.Hér virðist persónan ekki vera til eða skipta neinu máli heldur eru "málin" númer þetta og ekkert mannlegt á bakvið hina ofnotuðu íslensku kennitölu sem er öllum aðgengileg allsstaðar.

Júlíus Már Baldursson, 3.5.2013 kl. 15:09

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Júlíus Már. Ég gaf gömlu konunni klinkið sem ég var með í veskinu og tók utan um hendurnar hennar með blessunarorðum, og hendur hennar voru bláar af kulda og vinnulúna. Seinna um daginn rakst ég svo aftur á hana og fólkið sem var með henni. En ég treysti ekki manninum sem talaði fyrir þessu fólki, og stjórnaði greinilega atburðarrásinni. Það var greinilega verið að nota þessa fátæku konu sem einhverskonar agn.

Þeim hafði verið sagt að þau gætu fengið vinnu ef þau færu til Íslands. Hver í Noregi sagði þeim það, og sendi þau til Íslands?

Helst hefði ég viljað taka gömlu konuna með mér heim, og hjálpa henni. En ég er ekki valdamikil áhrifamanneskja, og fjárhagslega/heilsufarslega minnimáttar í ofanálag.

Þess vegna var það kærkomið tækifæri að koma athugasemd minni um þetta á framfæri á þinni síðu, og þakka ég kærlega fyrir það.

Þjóðin þarf að vakna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2013 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband