Hún gerir kannski bara bæði?.......

Ekki veit ég hvort þessi marg umrædda keppni sundrar eða sameinar en fyrir mína parta þá er þetta einn sá dagskrarliður sem manni fannst skemmtilegur og horfði alltaf á á hverju ári.En síðan eru komin ansi mörg ár og má segja að maður fylgist svona með keppninni með öðru auganu eins og sagt er.Kvöldið sem keppnin fer fram er jú kveikt á sjónvarpinu hjá manni en maður kannski að gera eitthvað annað og situr ekki negldur í sófanum.Í flestum tilfellum er allt í lagi að heyra lögin og mörg hver ansi léleg og leiðinleg en langt er síðan maður heyrði einhvern "smell" hljóma á sviði í Eurovision en ekkert sérstak er að horfa á þau flutt.Í flestum tilfellum eru þetta hálfberar stelpur sem skaka sér á sviðinu á meðan lagið er í flutningi og mikið frekar eins og þær séu að"koma" en að syngja lag miðað við hreifingar og hegðun.

Þessi keppni hefur breyst svo mikið á undanförnum árum og orðin leiðinlegri og óréttlátari en hún var og stigagjöfin er svo alveg sér kapituli útaf fyrir sig enda hefur maðr misst áhugann á henni undanfarin ár. Við Íslendingar bíðum svo flestir eftir því að vinna kepðnina,höfum gert það frá því við byrjuðum að taka þátt í keppninni árið 1986 og við erum svo þolinmóð og bíðum enn eftir sigri.Já við bíðum enn eftir sigrinum.......en þá verðum við líka að senda góð lög sem eitthvað er varið í og lög sem  fólk nennir að hlusta á og eru helst grípandi....það eru mörg ar síðan það gerðist hjá okkur en við bíðum enn:)Að syngja svo á hinu gamla ylhýra....hmmmm engin von um sigur...getum gleymt því.

Íslenskan er bæði hart og stirt tungumál og útlendingar tala um að við hljómum sem reiðir hundar og séum að rífast...sé maður spurður erlendis af útlendingi hvaðan maður sé og maður segir ...hvað heldurðu þá er undatekningarlaust giskað á ......Finnland eða Holland:)Á meðan við syngjum í Eurovision á íslensku þá reynir meira,betur og lengur á þolinmæðina í okkur enda langt að bíða eftir hinum langþráða sigri á meðan svo er.


mbl.is Sameinar eða sundrar Evróvisjón?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband